
Fundarboð
Aðalfundur
Selfossi, 7. nóvember 2024
Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fyrir árið 2024 verður haldinn þriðjudaginn 3. desember 2024 í golfskálanum við Svarfhól og hefst hann kl. 18:30.
Ársskýrsla, tillögur að lagabreytingum, skýrslur nefnda og ársreikningur verðaaðgengileg inn á www.gosgolf.is fyrir fundinn.
Dagskrá:
1.Kosning fundarstjóra og ritara.
2.Skýrsla stjórnar.
3.Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4.Skýrslur nefnda.
5.Lagabreytingar
6.Kosningar skv. 4 og 6. kafla samþykkta.
7.Félagsgjöld
8.Fjárhagsáætlun næsta árs afgreidd.
9. Önnur mál:
· Viðurkenningar
Stjórn GOS þakkar öllum félagsmönnum gott samstarf áliðnu golfári.
Stjórnar og nefndar störf
Á komandi aðalfundi skal kjósa þrjá stjórnarmenn af sjö til tveggja ára.
Einnig óskum við eftir öflugu fólki í nefndir félagsins.
Nefndir GOS:Mótanefnd, barna- og unglinganefnd, aganefnd, vallarnefnd, eldri kylfinganefnd,félaganefnd og afreksnefnd.
Þeir sem vilja gefa kost á sér skulu senda upplýsingar á póstfangið gosgolf@gosgolf.is og taka fram hvort framboðið sé til stjórnar eða í nefnd .
Stjórn Golfklúbbs Selfoss
