STAÐARREGLUR Á SVARFHÓLSVELLI

 2018

 

 1. Vallarmörk eru hvítir hælar og girðingar meðfram fyrstu og annarri holu.
 2. Ef boltinn lendir í raflínu skal endurtaka höggið vítislaust.
 3. Steinar og skeljabrot í glompum eru hreyfanlegar hindranir.
 4. Rauðir og gulir hælar, teigmerki, teigskilti, fjarlægðarhælar,   auglýsingaskilti og búnaður til vökvunar á vellinum eru óhreifanlegar hindranir.
 5. Nýgróðursett tré sem eru lægri en lengsta kylfan í pokanum eru friðuð og skal droppa frá þeim, samber reglu um grund í aðgerð.
 6. Við leik á velli má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægðir með því að nota tæki sem mælir fjarlægðir eingöngu. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar tæki sem hannað er til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gæti haft áhrif á leik hans (s.s halla, vindhraða, hitastig, o.s.frv) er leikmaður brotlegur við reglu 14-3 og er víti fyrir frávísun, án tilliti til hvort slík viðbótarhlutverk tækisins voru hagnýtt í raun.
 7. Samskeyti og jaðrar skorinna grasþakna teljast grund í aðgerð. Truflun vegna samskeytanna og jarðranna á stöðu leikmannsins telst þó ekki, sem slíkt, truflun samkvæmt reglu 25-1. Liggi boltinn í eða snerti samskeytin eða jaðrana, eða þau trufla fyrirhugað sveiflusvið, fæst lausn samkvæmt reglu 25-1. Öll samskeyti og jaðrar innan svæðis skorinna grasþakna teljast hluti sömu samskeyta.
 8. Bolti hreyfist af slysni á flöt. Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir:

Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði. Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1. Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.

Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdarafls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist boltamerki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.

 1. Fallreitur á 3/12. braut
  Sé bolti í eða það sé vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist sé í hliðarvatnstorfæru við leik á holu 3/12, má leikmaðurinn (i) fara að samkvæmt reglu 26, eða (ii) sem valkost til viðbótar láta bolta, gegn einu vítahöggi, falla á fallreitinn.

Fyrir brot á staðarreglum hér fyrir ofan er tvo högg í víti, eða holutap í holukeppni.

 

Tímabundin viðbót við staðarreglur:

 • Leyfilegt er að lyfta bolta og færa um kylfulengd á snöggslegnu svæði á leið, en ekki nær holu.