STAÐARREGLUR Á SVARFHÓLSVELLI

 2019

 

 1. Vallarmörk eru hvítir hælar og girðingar meðfram fyrstu og annarri holu.
 2. Ef vitað er eða nánast öruggt að bolti leikmanns hitti rafmagnslínu [eða staur sem heldur línunni uppi] við leik á [tilgreinið holunúmer] holu er höggið afturkallað vítalaust. Leikmaðurinn verður að leika að nýju þaðan sem fyrra högg var slegið (sjá reglu 14.6 um hvað eigi að gera).
 3. Rauðir, gulir og bláir hælar, teigmerki, teigskilti, fjarlægðarhælar, auglýsingaskilti og búnaður til vökvunar á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir. Lausn er samkvæmt reglu 16.1f .
 4. Nýgróðursett tré sem eru lægri en lengsta kylfan í pokanum eru friðuð og skal láta bolta falla frá þeim, samanber reglu um 16.1f um lausn vegna truflunar frá bannreit innan óeðlilegra vallaraðstæðna..
 5. Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir samskeyti grastorfa og samskeytin trufla fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins: (a) Bolti á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b. (b) Bolti á flötinni. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1d. Þó er truflun ekki fyrir hendi ef samskeytin trufla einungis stöðu leikmannsins. Öll samskeyti innan sama svæðis tyrfingar teljast sömu samskeytin þegar lausn er tekin. Þetta merkir að ef leikmaður hefur truflun frá einhverjum samskeytanna eftir að hafa látið boltann falla verður leikmaðurinn að fara að eins og fram kemur í reglu 14.3c(2), jafnvel þótt boltinn liggi innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum.
 6. Fallreitur á 3./12. holu
  Ef bolti er innan vítasvæðisins á 3./12. holu, þar á meðal þegar það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem ekki hefur fundist stöðvaðist innan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka aðra af eftirfarandi lausnum, gegn einu vítahöggi: (a) Taka lausn samkvæmt reglu 17.1. (b) Sem viðbótar möguleika, láta upphaflega boltann eða annan bolta falla innan fallreitsins við vítasvæðið. Fallreiturinn er lausnarsvæði samkvæmt reglu 14.3.
 7. Bannreitir.

Bannreitur er merktur með rauðum hæl með hvítum toppi (vítasvæði) .

Bannreitur er skilgreindur sem vítasvæðis (sjá reglu 17.1e), þar sem leikur er óheimill. Leikmaður verður að taka lausn þegar (a) Bolti hans liggur innan bannreits, eða (b) Bannreitur truflar svæði fyrirhugaðrar stöðu eða sveiflusviðs við leik bolta sem liggur utan bannreitsins (sjá reglur 16.1f og 17.1e).

 

Fyrir brot á staðarreglum hér fyrir ofan er tvo högg í víti, eða holutap í holukeppni.

 

Timabundin viðbót við staðarreglur:

 

 • Leyfilegt er að lyfta bolta og færa um kylfulengd á snöggslegnu svæði á leið, en ekki nær holu.
 • Leyfilegt er að lyfta bolta og færa um pútterhaus á flötum, en ekki nær holu.