Viðbragðsáætlun Golfklúbbs Selfoss vegna hvers kyns ofbeldis eða áreitis innan klúbbsins.
Iðkandi eða starfsmaður GOS sem verður fyrir einelti eða hvers kyns ofbeldi eða áreitis af hálfu annars iðkanda eða starfsmanns eða verður vitni að slíkri hegðun skal tilkynna það tafarlaust til formanns stjórnar eða framkvæmdastjóra GOS. Nöfn þeirra og netföng er að finna á heimsíðu GOS, gosgolf.is.
Klúbburinn tekur öllum slíkum tilkynningum alvarlega og skal þegar í stað leggja mat á stuðning við tilkynnanda og fyrstu viðbrögð.
Ef þolandi er lögráða er viðkomandi hvattur til að kæra málið til lögreglu í síma 112.
Ef brotið er gegn ólögráða einstaklingi ber að tilkynna það til Barnaverndar í síma 112. Kynferðislegur lögaldur er 15 ára.
Ef vafi leikur á um hvernig rétt væri að bregðast við skal hafa samband við lögreglu og leita ráða í síma 112.
Þolendur eiga kost á að leita stuðnings hjá:
- Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, Landspítala Fossvogi. Sjá hér.
- Barnavernd Árborgar í s. 480-1900 (á dagvinnutíma). Sjá einnig hér.
(Eigum við bæta hér við lýsingu/skilgreiningu á því hvað telst kynferðislegt ofbeldi og áreiti)?
Ítrustu þagmælsku og trúnaði skal ávallt gætt gagnvart þeim sem tilkynna um ofbeldi eða áreiti til forráðamanna GOS.
Þeir skulu gæta þess að farið með allar lýsingar málsatvika og öll gögn máls af vandfærni og þeim komið til réttra aðila.
Ósæmileg hegðun og hvers kyns ofbeldi af hálfu starfsmanns GOS gagnvart öðrum starfsmanni eða iðkanda getur leitt til uppsagnar hans. Sömuleiðis getur öll ósæmileg hegðun iðkanda leitt til brottvikningar hans úr Golfklúbbi Selfoss. Aganefnd tekur hvert mál til skoðunar og ber það undir stjórn sé tilefni til þess.
Frekari upplýsingar um viðbrögð við ofbeldi eða áreiti innan íþróttahreyfingarinnar er að finna á vef ÍSÍ