Staðarreglur á Svarfhólsvelli 2025
- Vallarmörk eru hvítir hælar.
- Ef vitað er eða nánast öruggt að bolti leikmanns hitti rafmagnslínu eða staur sem heldur línunni uppi við leik á holu er höggið afturkallað vítalaust. Leikmaðurinn verður að leika að nýju þaðan sem fyrra högg var slegið (sjá reglu 14.6 um hvað eigi að gera).
- Teigskilti, fjarlægðarhælar, auglýsingaskilti og búnaður til vökvunar á vellinum eru óhreyfanlegar hindranir. Lausn er samkvæmt reglu 16.1.
- Nýgróðursett tré sem eru lægri en kylfulengd eru bannreitir (friðuð) og skal láta bolta falla frá þeim, samanber reglu 16.1f.
- Bolti á hreyfingu hittir hlut (slátturróbóta) af slysni.
- Leika þarf boltanum þar sem hann liggur nema ef boltinn stöðvast á róbótanum, sbr. undantekningu 1 við reglu 11.1b – Bolti stöðvast á hlut á hreyfingu
- Ef róbótó skemmir kyrrstæðan bolta í leik gildir regla 4.2.c. – Leikmaður má þá skipta um bolta ef boltinn er skorinn eða sprunginn
- Hafi boltinn færst úr stað gildir regla 9.6 og leggja þarf boltann á upphaflegan stað
- Ef boltinn brotnar við að lenda í róbóta eftir högg gildir regla 4.2.b – Höggið gildir ekki og leika verður öðrum bolta þaðan sem fyrra högg var slegið
- Ef bolti leikmanns liggur í eða snertir samskeyti grastorfa og samskeytin trufla fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins:
11. Bolti á almenna svæðinu. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b.
12. Bolti á flötinni. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1d.
13. Þó er truflun ekki fyrir hendi ef samskeytin trufla einungis stöðu leikmannsins. Öll samskeyti innan sama svæðis tyrfingar teljast sömu samskeytin þegar lausn er tekin. Þetta merkir að ef leikmaður hefur truflun frá einhverjum samskeytanna eftir að hafa látið boltann falla verður leikmaðurinn að fara að eins og fram kemur í reglu 14.3c(2), jafnvel þótt boltinn liggi innan einnar kylfulengdar frá viðmiðunarstaðnum.
14. Bætt lega á snöggslegnu svæði á almenna svæðinu:
15. Þegar bolti leikmanns liggur innan almenna svæðisins og þar sem gras er slegið í brautarhæð eða neðar, má leikmaðurinn taka vítalausa lausn einu sinni áður en högg er slegið, með því að leggja upphaflega boltann eða annan bolta innan þessa lausnarsvæðis og leika honum þaðan.
- Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem boltinn liggur (sjá reglu 14.1)
- Stærð lausnarsvæðis, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd frá viðmiðunarstað, en með eftirfarandi takmörkunum:
- Takmörk á staðsetningu lausnarsvæðis
- Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
- Það verður að vera á almenna svæðinu.
Þegar farið er eftir þessari staðarreglu verður leikmaðurinn að velja stað til að leggja boltann og fara eftir aðferðum við að leggja bolta aftur samkvæmt reglu 14.2b(2) og 14.2e.
Leikhraði og truflun:
Leikmaður og kylfuberi hans skulu tryggja að rafeindatæki, svo sem GSM símar, sem þeir nota valdi ekki truflun á leik. Hér er átt við bæði hljóð (hringingar) og tafir á leik (símtöl) (regla 1.2)
Timabundin viðbót við staðarreglur:
- Leyfilegt er að lyfta bolta og færa um púttershaus en ekki nær holu.
- Leyfilegt er að lyfta bolta og færa um kylfulengd en ekki nær holu á brautum.
Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur – tvö högg, Holukeppni – holutap