Saga Golfklúbbs Selfoss
Lengd af gulum teigum: 5182 metrar. Slope: 68.4
Lengd af rauðum kvennateigum: 4530 metrar. Slope: 70.2
Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24. janúar 1971 og var Marteinn Björnsson kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. Á ýmsu gekk í sögu Golfklúbbs Selfoss í byrjun og um tíma leit út fyrir að hann lognaðist út af. Teiknaður var 18 holu golfvöllur á landi við Engjaveg á Selfossi og var komið þar upp 6 holu velli. Lítill friður ríkti um rekstur golfklúbbs á þessum slóðum og hafði Skógræktarfélag Selfoss til dæmis augastað á landinu undir sína starfsemi. Klúbbnum var síðan gert að yfirgefa svæðið án þess að annað land væri í augsýn.
Um tíma höfðu félagsmenn enga aðstöðu til að iðka íþrótt sína. Þar kom að svæði fékkst undir starfsemina í landi Alviðru við Sogið en umrætt land var í eigu Árnessýslu og Landverndar. Félaga í klúbbnum dreymdi stóra drauma um framkvæmdir á svæðinu og unnu hörðum höndum við hreinsun og aðra uppbyggingu enda landið og húsakostur í mikilli niðurníðslu. Hægt var að koma fyrir 9 holu velli á þessum slóðum, en landrými var ekki nóg til þess að áform um 18 holu völl gætu orðið að veruleika. Þó að menn hafi glaðst yfir nýju aðstöðunni voru ýmsir gallar á þessu svæði eins og til dæmis að ekki sást þar til sólar eftir miðjan dag. Þarna hafði Golfklúbbur Selfoss aðstöðu næstu 5 árin og héldu menn allan þann tíma áfram að gera svæðinu til góða þangað til landeigendur vildu fá landið aftur.
Eftir að svæðið í landi Alviðru var ekki lengur tiltækt var klúbburinn vallarlaus í eitt ár en klúbbfélagar nutu velvildar klúbbanna á Hellu og í Öndverðarnesi og fengu að spila þar nánast að vild. Ýmsar hugmyndir komu fram um land undir nýjan völl. Til greina kom til dæmis að klúbburinn fengi land niðri á Eyrarbakka, nærri Litla Hrauni, en klúbbfélgar voru ekki á eitt sáttir með það þannig að úr flutningum þangað varð ekki. Á þessum tíma var kominn vísir að golfvelli í landi Árbæjar við Ölfusá og sú hugmynd var viðruð að Golfklúbbur Selfoss fengi aðstöðu þar. Ekki voru menn á einu máli um þá lausn mála og lá í loftinu að klúbburinn klofnaði vegna togstreitu og ágreinings um aðstöðu til golfiðkunar.
Rétt austan við Selfossbæ, á mótum Selfoss og Hraungerðishrepps, er jörðin Laugardælir, sem á þessum tíma var í eigu Kaupfélags Árnesinga. 1986 kom til tals, ekki hvað síst fyrir tilstuðlan Pálma Guðmundssonar sem þá var vöruhússtjóri KÁ, að klúbburinn fengi hluta jarðinnar á leigu. Niðurstaðan varð sú að að þetta sama ár gerði klúbburinn leigusamning við KÁ um landið til næstu 30 ára eða til ársins 2016. Þar með var kominn staður undir völl klúbbsins, Svarfhólsvöllur, og var Hannes Þorsteinsson, golfvallarhönnuður, fenginn til þess að teikna völlinn, sem var tekinn í notkun 1986. Svarfhólsvöllur er á mjög fallegum stað á bakka Ölfusár rétt austan við Selfoss. Völlurinn er í Flóahreppi. Starfsemi Golfklúbbs Selfoss jókst jafnt og þétt eftir að ljóst var að landamálin voru í höfn að sinni. Hafist var handa við byggingu húss undir starfsemina 1986, en framkvæmdir gengu ekki jafn hratt fyrir sig og menn óskuðu og var húsið ekki fullbúið fyrr en tíu árum síðar. Um er að ræða 200 fermetra byggingu og þar af er 100 fermetra veitingasalur. 1998 bauð Kaupfélagið klúbbnum jörðina til kaups, en ekki samdist um kaupin þar sem verðhugmyndir manna fóru ekki saman og í kjölfarið keypti Samvinnulífeyrissjóðurinn jörðina. Golfklúbbur Selfoss gerði sjóðnum síðan tilboð í þann hluta jarðarinnar sem klúbburinn hefur yfir að ráða nú og 17 hektara að auki sem myndu nægja til þess að unnt væri að koma fyrir 18 holu velli á svæðinu. Tilboðinu var ekki tekið.
Árið 2007 keypti Fjárfestingafélagið Ferjuholt ehf. hluta af Laugardælum og þar á meðal það landsvæði sem Golfklúbbur Selfoss hafði á leigu. Samningurinn um land undir völlinn, sem samþykktur var 1986 var til 30 ára. Í honum voru uppsagnarákvæði, sem landeigandi, Fjárfestingafélagið Ferjuholt, ákvað að nýta. 2008 var hafist handa við töluverðar breytingar á vellinum þar sem landeigandinn hafði ákveðið að nota vestasta hluta vallarins undir íbúðabyggð. Þrjár brautir voru á umræddu svæði og var nauðsynlegt að breyta legu þeirra. Hannes Þorsteinsson gerði tillögur að breytingunum og var unnið eftir þeim. Fyrirætlanir um 18 holu völl á svæðinu bíða því enn um sinn þó að menn hafi metnað og vilja til þess að koma þeim í framkvæmd.
Lífeyrissjóður starfsmanna lífeyrissjóða, sem keypti það á uppboði 2010.
Sveitafélagið Árborg keypti síðan landið af Lífeyrissjóðinum árið 2015
Á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnum klúbbsin hefur hann haft aðstöðu á þremur stöðum; við Engjaveg í þéttbýlinu á Selfossi, við Alviðru í Grímsnesi og síðast í Laugardælum þar sem völlurinn er nú.
Saga Golfklúbbs Selfoss í stuttu máli:
Golfklúbbur Selfoss var stofnaður 24. janúar 1971. Fyrsti formaður klúbbsins var Marteinn Björnsson. Fyrsti völlur klúbbsins var við Engjaveg á Selfossi, sex holur. Þar er núna tjaldsvæði og gistiaðstaða fyrir gesti Selfyssinga.
Ekki var hljómgrunnur hjá yfirvöldum Selfosshrepps að ljá meira land undir golfvöll og sáu klúbbsmeðlimir að framtíð klúbbsins væri annars staðar.
Sigurfinnur Sigurðsson varð formaður 1973 og sat í 8 ár, eða þar til að klúbburinn flutti í Alviðru undir Ingólfsfjalli, ekki langt frá Sogsbrú. Ingólfur Bárðarson varð formaður 1981 og gegndi því starfi í þrjú ár. Sama ár byrjuðu klúbbmeðlimir að spila golf á 9 holu velli í Alviðru, sem þeir mótuðu þar. Dvölin varð ekki löng í Alviðru, þar sem Alviðrunefnd, eiganda að jörðinni á móti Árnessýslu, sagði upp samningi við golfklúbbinn 1. maí 1985. Þá hafði tekið við forustuhlutverkinu Samúel Smári Hreggviðsson og var hann formaður í 6 ár. Árið 1985 var klúbburinn landlaus og samdi við Golfklúbb Hellu um að nota þeirra völl sem heimavöll.
Veturinn 1985 til 1986 náðist samningur við eigendur Laugardæla, Kaupfélag Árnesinga, um afnot að landi undir golfvöll í landi þeirra að Svarfhóli, austan Selfoss og meðfram Ölfusá. Samningurinn var til 30 ára, sem mönnum þótti á þeim tíma mjög langur leigutími. Það var því á vormánuðum 1986 sem félagar í golfklúbbnum hófu að gera sinn þriðja golfvöll og hófust klúbbfélagar handa við að útbúa teiga, brautir og flatir. Einnig var byggður golfskáli, sem lokið var við að innrétta á næstu árum. Mikið sjálfboðaliðastarf var lagt fram af félagsmönnum og gekk vel að byggja upp völl, hús og aðra aðstöðu á staðnum.
1984 er kosinn í stjórn Gunnar Kjartansson, sem átti eftir að vera sá einstaklingur, sem mest vann í að byggja upp golfvöllinn eins og hann er í dag. Gunnar sem lengst af starfaði sem formaður Vallarnefndar lagði oft nótt við dag í sjálfboðavinnu og voru jóladagar ekki undanskildir. Aðrir klúbbsmeðlimir voru einnig mjög duglegir við að leggja hönd á plóg svo verkið mætti takast vel og vinnast á sem skemmstum tíma. Árið 1987 eru kosnar í stjórn þær Valey Guðmundsdóttir og Kristín Pétursdóttir fyrstar kvenna.
1990 tók við formennsku í klúbbnum Guðmundur H. Eiríksson og ríkti í þrjú ár. Af honum tók við keflinu, 1993, Jón Ágúst Jónsson og sat í formannstóli í sex ár. Á því tímabili fór fram mikil uppbygging á vellinum. 1997 var vökvunarkerfi lagt í völlinn, sem skipt hefur sköpum á þurrum sumrum. Sumarið 1999 voru teknar í notkun 5 nýjar flatir, teigar voru lagaðir, brautum breytt og þær lengdar. Völlurinn var þá formaður í það mót, sem við þekkjum hann í dag. Guðmundur Búason varð formaður þetta árið og það næsta.
2001 var Grímur Arnarson kosinn formaður klúbbsins og stjórnaði hann í fimm ár.
Guðjón Öfjörð Einarsson var ráðinn framkvæmdarstjóri í fullu starfi og var það í fyrsta skipti í sögu klúbbsins. Klúbbfélögum fjölgaði töluvert í tíð Guðjóns.
Bárður Guðmundarson tók við formennsku 2006 og er í því embætti í dag.
2008 fóru fram breytingar á annari og þriðju brautum vallarins. Klúbburinn missti hluta af leigulandi sínu undir gatna- og lóðaframkvæmdir. Byggð var upp ný flöt á annari braut og þriðja braut var stytt úr par 4 í par 3. Björn Ólason var ráðinn sem vallarstjóri í fullt starf, en það hafði ekki verið gert áður.
Félagar í Golfklúbbi Selfoss hafa tekið þátt í starfi á vegum Golfsambands Íslands eftir því sem tilefni hefur gefist og var Samúel Smári Hreggviðsson í stjórn sambandsins í 10 ár.
Fimm félagar í Golfklúbbi Selfoss hafa verið sæmdir gullmerki Golfsambands Ísland, þeir Ingólfur Bárðarson, Samúel Smári Hreggviðsson, Gunnar Kjartansson, Jón Ágúst Jónsson og Bárður Guðmundarson.
Heiðursfélagar Golfklúbbs Selfoss hafa verið útnefnd eftirtalin: Kolbeinn I. Kristinsson, Þorbjörg Sigurðardóttir, Ingólfur Bárðarson, Sveinn J. Sveinsson, Sigurfinnur Sigurðsson og Árni Guðmundsson.
Hlynur Geir Hjartarson var ráðinn framkvæmdarstjóri klúbbsins í ársbyrjun 2011, en klúbburinn hafði verið án framkvæmdarstjóra í nokkur ár.
Helstu breytingar í starfi klúbbsins á síðustu árum er fjölgun barna og unglinga. Gylfi Sigurjónsson og Hlynur Geir Hjartarson eiga heiðurinn af því ásamt Barna & unglinganefnd GOS.
Klúbbmeistarar hafa verið krýndir frá 1973, en þá vann Ingólfur Bárðarson eins og oft síðar. Oft sjást á klúbbmeistaralistum nöfn Gríms Arnarsonar, Kjartans Gunnarssonar, Hjartar L. Péturssonar og Hlyns G. Hjartarsonar. Fyrsti skráði klúbbmeistari kvenna er Valgerður Jóhannsdóttir 1976, en nöfn Ástu Jósefsdóttur, Kristínar Stefánsdóttur og Öldu Sigurðardóttur koma oft fyrir á klúbbmeistaralista kvenna.
Skráð af Bárði Guðmundarsyni 2011 og leiðrétt 2012.
Golf Selfyssinga fyrir stofnun Golfklúbbs Selfoss:
Grímur Thorarensen, Einar Bjarnason, Ólafur Þorvaldsson, Sigurður Símon Sigurðsson og Gunnar Gränz lögðu stundum leið sína út í Hveragerði og léku þar golf á túni við Fagrahvamm. Þar hafði verið gerður vísir af golfvelli. Með þeim léku Hvergerðingar, líklega Ingimar í Fagrahvammi, Þráinn Sigurðsson, Þórður Snæbjörnsson ofl. Þetta er á árunum í kring um 1970.
Ólafur Þorvaldsson var besti golfari Selfyssinga þegar Golfklúbbur Selfoss var stofnaður og var óþreytandi við að draga menn með í golfið. Var hann að leiðbeina mönnum um hvernig ætti að bera sig að, en einnig fengu Golfklúbbsmenn Þorvald Ásgeirsson til að koma og leiðbeina. Ingólfur Bárðarson segir svo frá og telur hann að æfingar geti hafa verið í gróðurhúsi Marteins Björnssonar við heimili hans við Víðivelli á Selfossi.
Sigumundur Stefánsson afhenti undirrituðum golfpoka með kylfum 2.9.2011, sem var í eigu Ólafs Þorvaldssonar, en Ólafur var giftur föðursystur Sigumundar. Pokinn gekk frá dánarbúi Ólafs til Gísla bróðir Sigumundar og þaðan til Sigmundar. Kylfurnar í pokanum eru frá ýmsum tímum. Páll Skaftason keypti nokkrar kylfur af Guðmundi Hanssyni fyrir margt löngu og er ein kylfan í poka Ólafs úr því setti. Er það 7 járn með bambus skafti. Ekki er vitað um aldur pokans né tilurð annarra kylfa, en áður er greint.
Skráð 4.9.2011 af Bárði Guðmundarsyni
Kylfingur ársins:
1992 Kjartan Gunnarsson
1993 Kjartan Gunnarsson
1994 Gunnar Marel Einarsson
1995 Bergur Sverrisson
1996 Hjörtur Levi Pétursson
1997 Ólafur Magni Sverrisson
1998 Ólafur Magni Sverrisson
1999 Hlynur Geir Hjartarson
2000 Hjörtur Levi Pétursson
2001 Hlynur Geir Hjartarson
2002 Hlynur Geir Hjartarson
2003 Hlynur Geir Hjartarson
2004 Hlynur Geir Hjartarson
2005 Hlynur Geir Hjartarson
2006 Hlynur Geir Hjartarson
2007 Hjörtur Levi Pétursson
2008 Guðmundur Bergsson
2009 Jón Ingi Grímsson
2010 Bergur Sverrisson
2011 Hlynur Geir Hjartarson
2012 Hlynur Geir Hjartarson
2013 Andri Páll Ásgeirsson
2014 Alexandra Eir Grétarsdóttir
2015 Alexandra Eir Grétarsdóttir
Golfkarl ársins:
2016 Aron Emil Gunnarsson
2017 Aron Emil Gunnarsson
Efnilegasti unglingurinn:
1993 Jósep Geir Guðmundsson
1994 Bergur Sverrisson
1995 Ólafur Magni Sverrisson
1996 Gunnar Ingi Guðmundsson
1997 Ívar Grétarsson
1998 Ívar Grétarsson
1999 Andri Már Kristjánsson
2000 Kjartan Ásbjörnsson
2001 Andri Már Kristjánsson
2002
2003 Davíð Örn Jónsson
2004 Atli Fannar Guðjónsson
2005 Kristinn Svansson
2006 Símon Leví Héðinsson
2007 Jón Ingi Grímsson
2008 Jón Ingi Grímsson
2009 Árni Evert Leósson
2010 Símon Leví Héðinsson
2011 Andri Páll Ásgeirsson
2012 Alexandra Eir Grétarsdóttir
2013 Máni Páll Eiríksson
2014 Aron Emil Gunnarsson
2015 Heiðrún Anna Hlynsdóttir
2016 Pétur Sigurdór Pálsson
2017 Heiðar Snær Bjarnson
Golfkona ársins:
2016 Heiðrún Anna Hlynsdóttir
2017 Heiðrún Anna Hlynsdóttir
Mesta lækkun forgjafar:
1992 Óli Rúnar Eyjólfsson
1993 Kristján Már Gunnarsson
1994 Ester Ýr Jónsdóttir
1995 Guðjón Öfjörð Einarsson
1996 Ester Ýr Jónsdóttir
1997 Hlynur Geir Hjartarson
1998 Ívar Grétarsson
1999 Guðmundur Bergsson
2000 Pétur Viðar Kristjánsson
2001 Baldur Óskarsson
2002 Sigurður Fannar Guðmundsson & Þorsteinn Ómarsson.
2003 Davíð Örn Jónsson
2004 Stefán Ragnar Guðlaugsson
2005 Albert Ísleifsson
2006 Alda Sigurðardóttir
2007 Jón Ingi Grímsson
2008 Árni Evert Leósson
2009 Ómar Ingi Magnússon
2010 Anton Ingi Arnarsson
2011 Axel Óli Ægisson
2012 Alexandra Eir Grétarsdóttir
2013 Máni Páll Eiríksson
2014 Heiðrún Anna Hlynsdótir
2015 Ólafur Unnarsson
2016 Heiðar Snær Bjarnason
2017 Sverrir Óli Bergsson
Háttvísibikar GSÍ:
2011 Símon Leví Héðinsson
2012 Símon Leví Héðinsson
2013 Alexandra Eir Grétarsdóttir
2014 Alexandra Eir Grétarsdóttir
2015 Bárður Guðmundarson
2016 Halldór Ágústsson Morthens
2017 Gylfi B Sigurjónsson
Stjórnir Golfklúbbs Selfoss:
1971
Formaður: Marteinn Björnsson
Ritari:Helgi Björgvinsson
Gjaldkeri:Guðjón Sigurkarlsson
1972
Formaður:Marteinn Björnsson
Ritari:Helgi Björgvinsson
Gjaldkeri: Guðjón Sigurkarlsson
1973
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Einar Hansson
“Ingólfur Bárðarson
1974
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Einar Hansson
“Ingólfur Bárðarson
1975
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Einar Hansson
“Ingólfur Bárðarson
1976
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Ingólfur Bárðarson
“Þráinn Sigurðsson
1977
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Ingólfur Bárðarson
“Þráinn Sigurðsson
1978
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Ingólfur Bárðarson
“Þráinn Sigurðsson
1979
Formaður: Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Ingólfur Bárðarson
“Guðlaugur Ægir Magnússon
1980
Formaður:Sigurfinnur Sigurðsson
Ritari:Árni Guðmundsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Ingólfur Bárðarson
“Guðlaugur Ægir Magnússon
1981
Formaður:Ingólfur Bárðarson
Ritari:Samúel Smári Hreggviðsson
Gjaldkeri:Pétur Pétursson
Meðstj.:Guðlaugur Ægir Magnússon
“Vilhjálmur Þór Pálsson
1982
Formaður:Ingólfur Bárðarson
Ritari:Samúel Smári Hreggviðsson
Gjaldkeri:Örn Vigfússon
Meðstj.:Guðlaugur Ægir Magnússon
“Vilhjálmur Þór Pálsson
1983
Formaður:Ingólfur Bárðarson
Ritari:Samúel Smári Hreggviðsson
Gjaldkeri:Vilhjálmur Þór Pálsson
Meðstj.:Guðlaugur Ægir Magnússon
“Örn Vigfússon
1984
Formaður:Samúel Smári Hreggviðsson
Ritari:Gunnar Kjartansson
Gjaldkeri:Guðmundur Helgi Eiríksson
Meðstj.:Guðlaugur Ægir Magnússon
“Ingólfur Bárðarson
Stjórnir GOS frá 1985
1985 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss
Ritari: Gunnar Kjartansson
Gjaldkeri: Guðmundur Helgi Eiríkss
Meðstj.: Guðlaugur Ægir Magnúss
Ingólfur Bárðarson
1986 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss
Ritari: Jón Bjarni Stefánsson
Gjaldkeri: Pálmi Guðmundsson
Meðstj.: Guðlaugur Ægir Magnúss
Ingólfur Bárðarson
1987 Formaður Samúel Smári Hreggviðss
Ritari: Valey Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson
Meðstj.: Ingólfur Bárðarson
Kristín Péturdóttir
1988 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss
Ritari: Valey Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson
Meðstj.: Ingólfur Bárðarson
Kristín Pétursdóttir
1989 Formaður: Samúel Smári Hreggviðss
Ritari: Kjartan Jónsson
Gjaldkeri: Jón Bjarni Stefánsson
Varaform. Guðmundur Helgi Eiríks
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Jón Ágúst Jónsson
Kolbeinn Ingi Kristinsson
1990 Formaður: Guðmundur Helgi Eiríkss
Ritari: Kjartan Jónsson
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Jón Ágúst Jónsson
Svavar Valdimarsson
1991 Formaður: Guðmundur Helgi Eiríkss
Ritari: Kjartan Jónsson
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Jón Ágúst Jónsson
Svavar Valdimarsson
1992 Formaður: Guðmundur Helgi Eiríks
Ritari: Kjartan Jónsson
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Jón Ágúst Jónsson
Svavar Valdimarsson
1993 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Kristín Stefánsdóttir
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Þór Stefánsson
Viðar Bjarnason
Svavar Valdimarsson
1994 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Kristín Stefánsdóttir
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Þór Stefánsson
Viðar Bjarnason
Svavar Valdimarsson
1995 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Kristín Stefánsdóttir
Gjaldkeri: Haukur Arnar Gíslason
Varaform. Sigurjón Bergsson
Meðstj.: Þór Stefánsson
Bárður Guðmundsson
Svavar Valdimarsson
1996 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ágúst Magnússon
Meðstj.: Þór Stefánsson
Guðjón Öfjörð Einarsson
1997 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ágúst Magnússon
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Guðjón Öfjörð Einarsson
1998 Formaður: Jón Ágúst Jónsson
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ágúst Magnússon
Meðstj.: Gunnar Kjartansson
Guðmundur Búason
1999 Formaður: Guðmundur Búason
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ágúst Magnússon
Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson
Arnheiður Jónsdóttir
2000 Formaður: Guðmundur Búason
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson
Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson
Arnheiður Jónsdóttir
2001 Formaður: Grímur Arnarson
Ritari: Bárður Guðmundarson
Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson
Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson
Skúli Már Gunnarsson
2002 Formaður: Grímur Arnarson
Ritari: Sigurður Grétarsson
Gjaldkeri: Ásbjörn Sigurðsson
Meðstj.: Páll Böðvar Valgeirsson
Skúli Már Gunnarsson
2003 Formaður. Grímur Arnarson
Ritari: Sigurður Grétarsson
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Bárður Guðmundarson
Jens Uwe Friðriksson
2004 Formaður: Grímur Arnarson
Ritari: Sigurður Grétarsson
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Bárður Guðmundarson
Jens Uwe Friðriksson
2005 Formaður: Grímur Arnarson
Ritari: Sigurður Grétarsson
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Bárður Guðmundarson
Jens Uwe Friðriksson
2006 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Guðjón Öfjörð Einarsson
Jens Uwe Friðriksson
2007 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Guðjón Öfjörð Einarsson
Róbert Sverrisson
2008 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Ármann Hjaltason
Meðstj.: Páll Leó Jónsson
Ástfríður M. Sigurðard.
2009 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason
Meðstj.: Ástfríður M. Sigurðard.
Páll Leó Jónsson
2010 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason
Meðstj.: Halldór Morthens
Jens Uwe Friðriksson
2011 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Pétur Á. Hjaltason
Meðstj.: Halldór Morthens
Jens Uwe Friðriksson
2012 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Jens Uwe Friðriksson
Meðstj.: Halldór Morthens
Benedikt Magnússon
2013 Formaður: Bárður Guðmundarson
Ritari: Jónbjörg Kjartansdóttir
Gjaldkeri: Jens Uwe Friðriksson
Meðstj: Halldór Morthens
Axel Óli Ægisson
2014 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir
Ritari: Svanur Geir Bjarnason
Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir
Meðstj: Axel Óli Ægisson
Halldór Morthens
2015 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir
Ritari: Svanur Geir Bjarnason
Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir
Meðstj: Axel Óli Ægisson
Halldór Morthens
2016 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir
Ritari: Svanur Geir Bjarnason
Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir
Meðstj: Axel Óli Ægisson
Halldór Morthens
2017 Formaður: Ástfríður Sigurðardóttir
Ritari: Svanur Geir Bjarnason
Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir
Meðstj: Páll Sveinsson
Halldór Morthens