Laugardaginn 4.mai er hin árlega vorhreinsun og eftir hádegi er Vormót GOS.

Við hvetjum alla félaga til að mæta og gera völlinn fínan fyrir hið sólríka sumar sem er í vændum.

Helsta verkefni er að ganga um og týna rusl á vellinum.

Mæting er kl 9:30

kl ca 12:00 er síðan súpa og brauð í golfskálnum.

Mótið sjálft helst kl 13:00 og ræst er út á öllum teigum.

Skráið ykkur á golf.is

Spilað er 9 holu punktakeppni.

Þau sem mæta á vinnudag fá frítt í mótið og hádegismat.

Þau sem ekki komast á vinnudag eru að sjálfsögðu velkominn í mótið og greiða 1500 kr mótsgjald.

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin.

Með golfkveðju:

Vallarnefnd GOS, starfsmenn GOS og mótanefnd GOS