Viðskipti í veitingasölu, golfkennsla og völlurinn

Ágæti GOSari

Það hefur tíðkast síðustu árin að félagsmenn mega skrifa veitingar í bók í veitingasölunni okkar.

Við ætlum að leyfa það áfram enda gild og góð þjónusta fyrir góða félagsmenn sem borga skuldir á réttum tíma 😉

Eina reglan með þessar „skriftir“ er að þegar nýr mánuður er komin eins og í dag er 1.júní þá þarf að gera upp mai mánuð áður en haldið er áfram að skrifa!

Okkar frábæru stelpur í veitingasölunni munu því EKKI skrifa á neinn í júní fyrr en viðkomandi er búin að greiða mai.

Ég bið ykkur um að virða þetta og ekki biðja stelpurnar um annað.

Síðan vil ég hvetja félagsmenn til að koma í okkar flottu veitingasölu og nýta sér frábært verð og gæði á veitingum.

Við getum ekki haft þessi flottu verð og flottu þjónustu í veitingasölunni ef félagsmenn koma ekki.

Þetta er jú veitingasala og golfskálinn okkar 😊

Golfkennsla/einkatímar.

Hjá mér verður hægt að fá einkatíma á þriðjudögum og fimmtudögum í sumar.

Hægt er að panta tíma með því að senda mér tölvupóst eða hringja

Hægt er að velja tíma hjá mér milli 13 – 16 þessa daga.

Einnig er Gylfi B Sigurjóns golfleiðbeinandi og íþróttakennari að kenna hjá okkur og hvet ég félagsmenn til að hafa samband við hann líka 😊

Gylfi er með símanúmerið 897-5999

 

Að öðru leiti erum við í toppmálum og mjög fljótlega kemur risastór tilkynning með hvenær við byrjum framkvæmdir á nýjum golfholum😉

 

Eins og við tókum eftir þá var mai einn sá ömurlegasti sem ég hef upplifað í veðrinu og ekki hjálpaði það vellinum sem koma ekki vel undan vetri, enda veturinn hræðilegur fyrir golfvöllinn okkar eins og flesta velli landsins.

En núna er hækkandi sól miklar jákvæðar breytingar á vellinum á hverjum degi, enda erum við með frábæra starfsmenn sem eru á fullu að græja völlinn eins vel og hægt er.

 

Verum dugleg að mæta á völlinn okkar og reynum að mæta í sem flest golfmót sem GOS heldur sem og aðrar uppákomur 😊

 

Með kveðju.

Hlynur Geir Hjartarson

Framkvæmdastjóri / Manager GOS

PGA Golfkennari / PGA Teaching pro

Certified Trackman

Golfklúbbur Selfoss

Sími 482-3335 og 893-1650

Netfang:

hlynur@gosgolf.is

gosgolf@gosgolf.is

www.gosgolf.is