Vel heppnaður aðalfundur GOS

Aðalfundur GOS fór fram í golfskálanum 7. desember sl. Páll Sveinsson, formaður GOS, kynnti ársskýrslu klúbbsins 2022, en hana má lesa hér:

Mikið er búið að afreka á árinu og allt uppávið. Skóflustunga var tekin að nýju æfingaskýli í janúar og var það tekið í notkun í byrjun maí. Fjöldi félagsmanna tók þátt í því. Nýtt ráshús var einnig smíðað og opnað í vor, en nokkrir vaskir menn úr heldri hópi félagsmanna, EldGOS, eiga heiður að byggingu þess. Nýju golfholurnar þrjár voru teknar í notkun við opnun vallar í vor.

Nýtt svæði fyrir stutta spilið var opnað í lok maí. Vetrarstarf klúbbsins gekk vel þrátt fyrir hömlur vegna Covid-19. Samningur við Árborg var undirritaður í byrjun árs, um áframhaldandi umhirðu íþróttavalla sveitarfélagsins. Skíðagöngubraut var lögð síðasta vetur á vellinum, sem sló í gegn hjá íbúum. Rafmagnsknúin flatarsláttuvél bættist í vélaflota klúbbsins í júlí. Afreksstarf blómstrar og voru Aron Emil, Heiðar Snær og Heiðrún Anna valin í landsliðin og var Heiðrún valin íþróttakona HSK í mars.

Nýr vallarstjóri, Ólafur Dór Steindórsson, var ráðinn nú í haust og mun hann hefja störf í byrjun árs 2023. Var Ólafur boðinn velkominn til starfa og Bjarka, fyrrum vallarstjóra og nú aðstoðarvallarstjóra, þakkað fyrir gott starf. Þessa dagana standa yfir samningaviðræður um endurnýjun samstarfssamnings við Sveitarfélagið Árborg. Fjölgun í klúbbnum hefur verið stöðug uppávið og eru nú 612 kylfingar skráðir í klúbbinn. Mörg og stór eru verkefni framundan, en stefnt er að opnun 18-holu golfvallar árið 2026.

Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning golfklúbbsins og fór yfir skýringar og sundurliðanir hans.

• Rekstrartekjur voru kr. 102.130.327,-

• Rekstrargjöld urðu kr. 83.340.390,-

• Hagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 4.330.993,-

Kosning tveggja stjórnarmanna til 2ja ára. Í framboði voru þeir Hreinn Þorkelsson, núverandi meðstjórnandi, og Leifur Viðarsson. Þeir voru þeir einu sem buðu sig fram og því sjálfkjörnir. Arnóri Inga Hlíðdal þakkað fyrir stjórnarsetu síðustu 2 árin.

Kosning stjórnar:

Formaður: Páll Sveinsson

Varaformaður: Bjarki Már Magnússon

Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir

Ritari: Hreinn Þorkelsson

Meðstjórnandi: Leifur Viðarsson

Meðstjórnandi: Ástfríður M Sigurðardóttir

Meðstjórnandi: Magnús J Magnússon

Viðurkenningar voru veittar af Páli Sveinssyni varaformanni.

• Háttvísibikarinn hlaut Leifur Viðarsson.

• Efnilegasti unglingurinn var kosinn Katrín Embla Hlynsdóttir.

• Golfkarl ársins er Aron Emil Gunnarsson.

• Golfkona ársins er Heiðrún Anna Hlynsdóttir.