Vallaropnun 12.mai

Ákveðið hefur verið af hálfu vallarstjóra og stjórn GOS að opna völlinn þann 12. mai með stuttum vinnudegi kl 10, þar sem farið verður létt yfir göngustíga og bætt í ásamt að klippa runna við skála. Að því loknu verður sett upp 9 holu vormót, ræst út á öllum teigum.
GOS bíður félagsmönnum sem mæta á vinnudaginn upp á hádegisverð fyrir mótið.
Svarfhólsvöllur kemur að mestu leiti vel undan vetri þótt veturinn hafi verið okkur þó nokkuð erfiður með miklum klaka og frosti.
Vallarstjórunum tókst að brjóta mikið af klakanum og þá mest af brautum en flatir sluppu alveg og eru þær og verða með besta móti í sumar.
Aftur á móti er þó nokkur klaki enn í jörð og fer hann seint úr þar sem tíðarfar er okkur ekki hagstætt
og eru þess vegna nokkrar frostlyftingar á vissum svæðum en þó fer að sjá fyrir endann á þeim.
Það hafa verið nokkrar framkvæmdir við stíga og stækkun teigs á 4 og biðjum við fólk að virða að þær eru ekki alveg klárar en það ætti að komast á fullann skrið þegar hlýnar.
Við eru bjartsýn fyrir sumarið og vonum að þið eigið gott sumar og njótið Svarfhólsvallar í fallegu umhverfi.