Þá eru úrslit í holukeppni GOS sem fram hefur farið nú í vetur í herminum ljós. Til úrslita léku Sigurður Júlíusson og Óðinn Svavarsson og er skemmst frá því að segja að Sigurður sigraði og er því holukeppnimeistari GOS í vetrarmótaröðinni. Til hamingju með sigurinn Sigurður Júlíusson ! Sigurður sést hér á myndinni taka við verðlaunum frá Páli Sveinssyni, formanni GOS.