Úrslit #gosmyndir2018

Fyrr í sumar var boðuð ljósmyndakeppni þar sem einstaklingar gátu tekið mynd á Svarfhólsvelli og sett hana á Instagram undir myllumerkinu #gosmyndir2018.

Nefndin skipuð Hlyni Geir, Bjarka Má og Ástu kom saman um helgina og fór yfir þær myndir sem settar voru inn. Nefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að tvær myndir skyldu hljóta verðlaunin í ár, þar sem ómögulegt var að velja á milli þeirra.

Að þessu sinni eru það Helga Gísladóttir og Ólafur Unnarsson sem hljóta vinninginn.

Mynd Helgu:

Mynd Óla:

Sigurvegarar geta vitjað vinningsins hjá Hlyni Geir.