Upplýsingar til félagsmanna og gesti GOS

Ástæðan fyrir þessari framkvæmd er að byrjað er að keyra mold á svæðið til að móta fyrir frábærum par 3 æfingarvelli, en þar verða 6 skemmtilegar holur með glompum, tjörn o.fl

Þessi moldarlosun er samstarfs verkefni við Árborg, það er hagur beggja, GOS fær aðgang að vélum og Árborg nær að losa mold frá Björkustykki.

Þó að við munum slá eingöngu 15 metra högg í net á æfingarsvæðinu, þá er samt hægt að vinna mikið í sveiflunni og hita sig upp fyrir hringi.

Það eru ákveðin grunnatriði sem allir kylfingar, sama hver forgjöfin er, ættu að alltaf að fylgjast með.

Uppstilling, grip, jafnvægi, „tempó“.

Hægt er að kaupa kortin á skrifstofu GOS og í sumar í veitingasölunni.

Tvær stórar flatir verða á því svæði með stórum grasteig þar sem hægt verður að slá allt að 100 metra högg. Þetta svæði verður stórglæsilegt að sjáum við fyrir okkur að margir kylfingar munu nýta sér þetta um ókomna framtíð.

En þegar við opnum 10. brautina, þá munum við loka 2. brautinni og byrjum að undirbúa verðandi æfingarsvæði GOS, sem mun verða þar sem 2. braut er í dag.

1. og 18. braut eru aðeins styttra komnar í framkvæmd, en draumur okkar er að opna inn á þær holur í 50 ára afmælismóti GOS 28. ágúst.

Ein breyting verður, ekki verður lengur hægt að láta skrifa á sig veitingar eða vörur í veitingasölunni.

Núna er flestir komir með kortin sín í síma eða úrin og því engin afsökun að borga strax.

Allavega ætlum við að opna völlinn sem allra fyrst, íslenskir kylfingar þurfa á því að halda að komast út og spila golf.

Svo að aðkeyrslan að golfvellinum verður glæsileg með nýjum vegi.

Nýliðakennsla mun hefjast 17. maí og er metaðsókn í nýliðakennsluna og erum við búin að bæta við nokkrum hópum, en örfá sæti er þó ennþá laus.

Hlynur Geir mun taka frí frá golfkennslu frá og með 1. maí. Starfið hans sem framkvæmdarstjóri, að reka veitingasöluna og verkstjóri nýframkvæmda er yfirdrifið.

Gylfi B Sigurjónsson mun halda áfram að kenna og verðandi PGA golfkennaranemi Arnór Ingi Gíslason mun koma inn í kennsluna í sumar, en þeir munu sjá um nýliðakennsluna svo og barna og unglingaæfingar.

Hægt verður að fá einkatíma hjá Gylfa í sumar og hvet ég ykkur að hafa samband við hann.

Hægt verður að fá einkatíma hjá undirrituðum til 1. maí, en mikið er bókað nú þegar.

Gestagolfkennarar munu koma til okkar í sumar og taka kylfinga í einkatíma.

Það verður auglýst síðar.

Kæru kylfingar það styttist í sumarið, golfsumarið miklar. Það verða frábær stór og flott mót í sumar á vellinum og stefna vallarstjóra GOS er að gera völlinn glæsilegan á 50 ára afmæli GOS.

Með golfkveðju,

Hlynur Geir.

Mynd af stuttaspil svæðinu