Barna- og unglingastarf GOS 2018

Golfklúbbur Selfoss er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og uppfyllir gæðakröfur þess um barna- og unglingastarf.

Yfirþjálfari GOS Hlynur Geir Hjartarson er menntaður PGA golfþjálfari og hefur mikla og góða reynslu af vinnu með börnum og unglingum.

Mikil áhersla er lögð á félagsstarf GOS og þjálfun skal vera skipulögð og markviss til að getað skapað börnum og unglingum færi á að því að vera kylfingar alla ævi.

Æfingar fara fram á æfingasvæði GOS sem er á Svarfhólsvelli og í inniaðstöðu klúbbsins í Gagnheiði 32 yfir vetrartímann.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Geir hlynur@gosgolf.is.

Veturinn 2017/18

  • Vetraræfingar eru á tímabilinu 4. desember fram í byrjun maí.
  • Sumaræfingar hefjast í byrjun maí og standa yfir til þriðju viku í september.

Hópar

Strákar og stelpur 8 ára og yngri ( 2009 og síðar)

Æfingagjöld tímabil 4.des 2017 – 20. sept 2018 – 25.000 kr.

Árgjald í Golfklúbb Selfoss innifalið

Miðvikudaga kl 16:00 – 17:00

Þjálfari: Yngvi Maríno Gunnarsson

 

Strákar og stelpur  fædd 2008 – 2005

Æfingagjöld tímabil 4.des 2017 – 20.sept 2018 – 55.000 kr.

Árgjald í Golfklúbb Selfoss innifalið

Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:00 – 17:00

Þjálfari: Gylfi B Sigurjónsson

 

Strákar og stelpur  fædd 2004 – 1997

Æfingagjöld tímabil 4. des 2017 – 20.sept 2018 – 55.000 kr.

Árgjald í Golfklúbb Selfoss innifalið

Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl 17:00 – 18:00

Þjálfari: Hlynur Geir Hjartarson

 

Árgjald í Golfklúbb Selfoss er innifalið í æfingagjöldum.

 

Skráning er á slóðinni: https://arborg.felog.is/  eða inn á www.gosgolf.is