Tilkynning vegna
aðalfundar Golfklúbbs Selfoss 2020

Stjórn Golfklúbbs Selfoss hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins 2020 þar til eftir áramót. Ekki er mögulegt að halda aðalfund með hefðbundnum hætti vegna fjöldatakmarkana sóttvarnaryfirvalda. Boðað verður til aðalfundar um leið og aðstæður leyfa.

Árskýrsla og endurskoðaðir reikningar félagsins verða aðgengilegir á heimasíðu klúbbsins ( www.gosgolf.is ) 7.desember næst komandi. 

Stjórnin hefur í ljósi aðstæðna ákveðið að innheimta, a.m.k. fyrst um sinn, sömu árgjöld og á yfirstandandi ári fyrir árið fyrir árið 2021, en endanleg ákvörðun um árgjöldin er á valdi væntanlegs aðalfundar, sbr. lög félagsins.   

Árgjöldin eru sem hér segir:

Full aðild, einstaklingar 31 – 66 árakr. 65.500,-
Full aðild, einstaklingar 19 – 30 árakr. 42.500,-
Hjónagjald20 % afslátturá seinna greiddu gjaldi
Fjölskyldugjaldkr. 119.500,-Hjón með börn 18 ára og yngri
Börn og unglingar 18 ára og yngrikr. 19.900,-
Einstaklingar 67 ára og eldrikr. 49.900,-
Aukaaðildkr. 42.500,-
Nýliðagjald ( hefur ekki áður verið í klúbbi)kr. 41.500,-
2. árs gjaldkr. 48.900,-Fyrir nýliða 2020
Nemar og öryrkjarkr. 42.500,-Þeir sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍN
Veittur er 5% afsláttur af árgjöldum ef greitt er fyrir 15. janúar 2021.
https://gosgolf.felog.is/

Stjórnin.