Stjórn Golfklúbbs Selfoss óskar Heiðrúnu Önnu innilega til hamingju með frábæran árangur á Mótaröð GSÍ um síðastliðna helgi þar sem hún gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur í keppni sterkra kvenkylfinga á ´Móti þeirra bestu´. Þetta var fyrsti sigur Heiðrúnar í kvennaflokki en hún hefur gert það gott í keppni ungmenna á síðustu árum. Sigur Heiðrúnar var afar sannfærandi og setti hún jafnfram vallarmet á lokadegi mótsins.

Þennan árangur má þakka þrotlausum æfingum og góðum undirbúningi Heiðrúnar en hún er einnig afar sterk í mörgum öðrum þáttum svo sem yfirvegun og æðruleysi sem skiptir gríðarlega miklu máli í svona keppni. Heiðrún verður jafnframt fyrsti kvenkylfingu GOS til að halda til náms samhliða golfiðkun í Bandaríkjunum síðar á þessu ári.

Heiðrún Anna er gríðarlega sterk og flott fyrirmynd allra þeirra barna og unglinga sem æfa golf hjá GOS og fyrir hönd allra félagsmanna óskum við í stjórn henni innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast frekar með hennar ferli.