Söguleg stund í sögu GOS!

Það er ekki hægt annað en að segja að í dag 12.mai hafi verið risastór dagur í sögu Golfklúbbs Selfoss.
Það hefur verið mikill barningur síðan klúbburinn var stofnað 1971 að koma föstu landi undir starfssemi klúbbsins.
Eins og margir vita þá hefur klúbburinn verið á töluverðu flakki síðustu árin en Svarfhólsvöllur er fjórða vallarstæði klúbbsins.
Í dag 12.mai skrifaði Sveitafélagið Árborg undir langtímasamning við Golfklúbb Selfoss sem felur í sér að klúbburinn verður með Svarfhólsvöll ásamt nýju svæði undir 18 holur og æfingasvæði til langframa.
Skrifað var undir ótímabundinn samning með löngum uppsagnarfresti.
Við í Golfklúbb Selfoss erum gríðarlega ánægð og stolt að hafa náð þessum gríðarlega góða samningi sem festir klúbbinn í sessi á þessum fallega stað. Núna er hægt að hefja uppbyggingu og ekki þarf að óttast lengur um staðsetningu vallarins.
Golfklúbbur Selfoss þakkar Sveitafélaginu Árborg fyrir framsýni og hug í uppbyggingu á golfíþróttinni sem og annarra íþróttamannvirkja í Árborg.
Núna hefst uppbygging á fullu og er það von okkar að hefja uppbyggingu á nýjum holum síðar á þessum ári.
Golfklúbbur Selfoss óskar félagsmönnum núverandi og fyrrverandi til hamingju með stóra daginn 12. mai.
Áfram Golfklúbbur Selfoss!