Svarfhólsvöllur

Allar lengdir eru miðaðar við gula teiga

 

  1. hola 311 metrar par 4 – Fyrsta brautin á Svarfhólsvelli er góð opnunarhola þar sem teigurinn er hærri en brautin sem liggur í hundslöpp frá vinstri til hægri. Betri kylfingar geta nýtt sér hundslöppina og stytt sér leið en eiga þó á hættu að enda í einum af fimm brautarbönkerurum sem eru hægra megin á brautinni eða endað out of bounds sem er einnig hægra megin.

 

  1. hola 453 metrar par 5 – Erfiðasta holan á vellinum þar sem æfingasvæðið liggur hægra megin við brautina og þýðir það að slæs af teig eða í öðru höggi getur endað  utan vallar. 20 metrum frá flötinni er tjörn sem  tekur miskunnarlaust til sín högg sem eru ekki alveg nógu vel heppnuð.

 

  1. hola 118 metrar par 3 – Þriðja brautin er mjög skemmtileg, frekar stutt par 3 hola og þegar hér er komið við sögu á Svarfhólsvelli er Ölfusá farin að leika stórt hlutverk. Aðkoman að flötinni er mjög krefjandi þar sem klettar eru rétt hægra megin við flötina og fjórum metrum vinstra megin bíður Ölfusáin átekta.

 

  1. hola 153 metrar par 3 – Á fjórðu holu grípur oft um sig kvíðatilfinning hjá kylfingum því að menn neyðast til þess að slá yfir Ölfusá til þess að fara beint inn á flöt í upphafshögginu. Flest dregin högg enda líka út í á en fólk þarf þó ekki að örvænta þar sem flötin er stór og feykinóg er af lendingarsvæði til að vinna með.

 

  1. hola 426 metrar par 5 – Fimmta holan er sannkölluð birdie hola þar sem hún er stutt par 5 og betri kylfingar eiga að ná inn á flöt í tveimur. Fimmta brautin er þó engan vegin laus við hættur þar sem vallarmörk liggja vinstra megin við hana og tjörn er á miðri braut um 40 metra frá flötinni.

 

  1. hola 321 metrar par 4 – Sjötta brautin er eina brautin á vellinum þar sem enginn möguleiki er á að slá út fyrir vallarmörk. Mikið landslag er þó í brautinni og er flötin c.a 15 metrum fyrir ofan 100 metra hælinn einnig er mikið landslag í flötinni sem er á tveimur pöllum og ef pinninn er á aftari palli þá mega kylfingar vera ánægðir með skolla.

 

  1. hola 164 metrar par 3 – Falleg par 3 þó er hægt að lenda í vandræðum með því að vera  stuttur  í upphafshögginu en þar er sandgryfja.

 

  1. hola 293 metrar par 4 – Teigurinn liggur mun hærra heldur en brautin og mjög fáar hættur eru á leiðinni að flötinni fyrir utan tvo litla bönkera 15 metra og 60 metra frá flöt. Þessi hola kallar á létt par eða fugl.

 

  1. hola 352 metrar par 4 – Flott lokahola sem liggur í hundslöpp frá hægri til vinstri og við það að missa teighöggið til hægri lengir það brautina mjög mikið. 40-50 metrum frá flötinni er tjörn og flötin er uppi á stalli með miklu broti. Krefjandi hola og eru ekki margir sem tuða yfir því að fá skolla.