Púttmótaröð GOS hefst laugardaginn 13. janúar.

Örninn Golf Púttmótaröð GOS 2018 hefst laugardaginn 13. janúar í aðstöðu klúbbsins í Gagnheiði. Leikið verður næstu 10 laugardaga frá kl. 11-13 og gilda 5 bestu hringirnir.

Keppt verður í þremur flokkum, karla-, kvenna- og barna- og unglingaflokki.

Vegleg verðlaun, m.a. Cleveland RTX wedge og Cleveland pútter. Allur ágóði rennur til barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Selfoss.

Kaffi á könnunni!