Pétur Sigurdór Golfkarl ársins

Pétur Sigurdór Pálsson er golfkarl ársins hjá Golfklúbbi Selfoss fyrir árið 2018

Pétur spilaði á Íslandsbankamótaröð GSÍ í sumar og stóð sig mjög vel í flokki 15 -16 ára og endaði í 7 sæti í Íslandsbankamótaröð GSÍ.

Pétur spilaði í fyrsta skipti í meistaraflokki í Íslandsmóti golfklúbba og spilaði frábærlega og stimplaði sig inn sem algjör framtíðarmaður í sveit GOS.

Pétur spilaði mjög vel í Meistaramóti GOS og endaði í 2.sæti

Pétur hefur sýnt framfarir með elju við æfingar og jákvætt viðhorf til íþróttagreinarinnar.

Í fyrsta skipti í sögu GOS fóru fjögur ungmenni frá klúbbnum í keppni erlendis en Heiðrún Anna, Yngvi Marinó, Aron Emil og Pétur Sigurdór kepptu á Global Golf Tournament í Murcia á Spáni í apríl byrjun með ágætis árangri. Þar öðlaðist okkar fólk dýrmæta reynslu sem sannarlega hjálpar þeim að taka næstu skref í golfíþróttinni.

Hann hefur einnig verið góður félagsmaður og sýnt fyrirmyndar framkomu í hvívetna.