Opna Páskamót GOS 2018

Opna Páskamót GOS 2018

Um páskana verður opið mót í herminum.

Mótið er punktamót.

Spila verður á hinum flotta  Golfclub Houston, þar sem Opna  Houston PGA tour  mótið er spilað sama tíma.

Mótið hefst kl 10:00 20.mars og líkur þann 2. apríl kl 00

Mótið verður sett upp í EVENT svo það verður að skrá sig inn í kerfið þ.e E6.

Ef kylfingur er ekki kominn með aðgang þá er það mjög einfalt og Gunnar Marel og Hlynur verður til taks að hjálpa ef þörf krefur.

Í EVENT er mótið sett undir nafninu Paskamot GOS 2018 gulir teigar og Paskamot GOS rauðir teigar.

Þegar þið bókið ykkur í herminn/mótið vinsamlega skráið Páskamót 2018 og svo verður skráningarblað þar sem nafn og grunnforgjöf er skráð við herminn.

Skorið fer sjálfkrafa í E6 og verður reiknað út frá skori—forgjöf.

Verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni og Páskaegg fyrir besta skor án forgjafar.

Mótsgjald er 2000 kr. hringurinn og greiðist með millifærslu inn á reikning GOS. 0152-26-024503 kt. 681174-0369 Ekki þarf að greiða aukalega í golfherminn.

Aðeins er hægt að spila einn hring í mótinu.

Ef eitthvað er óskýrt eða vandræði, hafið samband við  Hlyn 8931650 eða Gunnar Marel 6590108

Konur, eldri kylfingar 60 +,  börn og unglingar yngri en 12 ára spila á rauðum teigum ( Ladies)

Aðrir kylfingar leika á gulum teigum ( amateur)

Tölvan ákveður púttin ( computer decides). Starfsmenn verða búnir að stilla það!

Glæsileg verðlaun er í boði:   

Fjölmennum nú í mótið, skemmtum okkur um páskana.