Opið fyrir afreks- og styrktarsjóð GOS og Árborgar

Reglugerð fyrir Afreks- og styrktarsjóð
Golfklúbbs Selfoss og Árborgar

  1. gr.
    Sjóðurinn heitir Afreks- og styrktarsjóður Golfklúbbs Selfoss og Árborgar.

    2. gr.
    Tilgangur sjóðsins er að styrkja þá einstaklinga eða hópa innan Golfklúbbs Selfoss sem náð hafa umtalsverðum árangri í íþrótt sinni. Einnig að styðja við námskeið og menntun þjálfara, leiðbeinenda eða félagsmanna sem eflir þá í starfi innan félagsins. Þá er sjóðnum ætlað að styðja við nýmæli í starfi innan félagsins.

    3. gr.
    Eingöngu félagar og keppnishópar innan Golfklúbbs Selfoss geta sótt um styrk úr sjóðnum. Golfkarl og golfkona ársins skulu fá ákveðna upphæð við kjör ár hvert án umsóknar. Stjórn sjóðsins skal ákveða upphæð hverju sinni. Þeir sem sækja um styrki vegna námskeiða, menntunar eða nýmæla í starfi skulu einnig vera félagar innan Golfklúbbs Selfoss.

    4. gr.
    Stjórn sjóðsins skipar stjórn Golfklúbbs Selfoss. Varsla sjóðsins skal vera í höndum gjaldkera klúbbsins.

    5. gr.
    Tekjur sjóðsins er árlegt framlag Sveitarfélagsins Árborgar, samkvæmt þjónustusamningi þess við Golfklúbbs Selfoss. Framlagi Sveitarfélagsins skal haldið aðskildu í bókhaldi sjóðsins. Aðrar tekjur eru framlög er sjóðnum berast.

    6. gr.
    Stjórn sjóðsins getur veitt styrk til einstaklinga eða hópa/liða ef viðkomandi uppfyllir eitthvert eftirtalinna skilyrða:

    a) Styrkur til afreksfólks til að mæta kostnaði vegna æfinga og/eða keppni utan sveitar-félagsins á vegum landsliðs, landsliðsúrtaks eða þátttöku í úrvalshópum á vegum GSÍ.

    b) Styrkur til afreksfólks sem hefur verið valið til æfinga og/eða keppni fyrir Íslands hönd. Miða skal við að viðkomandi keppi á eða hafi möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða Norðurlandameistara-mótum ásamt landskeppnum á vegum GSÍ.
    Einnig má styrkja einstaklinga eða hópa ef þeir eru framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hafa sýnt mjög góðan árangur og eru líklegir til að komast í hóp bestu íþróttamanna/hópa landsins í íþróttagrein sinni. Skal þá miðað við styrkleikaflokkun sérsambanda (sé hún til).

  2. c) Styrkur til hópa/liða til að mæta kostnaði vegna keppnis- eða æfingaferða erlendis.
  3. d) Styrkur til þjálfara og/eða leiðbeinenda sem starfa á vegum klúbbsins vegna þátttöku í viðurkenndum námskeiðum eða annarrar viðurkenndrar menntunar. Einnig til deilda, ráða, nefnda eða hópa innan félagsins er tengist gæðastarfi eða skipulögðu fræðslustarfi
  4. e) Styrkur fyrir nýmæli í starfi. Miða skal við að um tímabundinn styrk sé að ræða meðan verið er að skjóta stoðum undir viðkomandi nýmæli. Stjórn sjóðsins metur hve oft sami eða sams konar viðburður getur fengið styrk. Almennir íþróttaviðburðir eða mót falla ekki undir þennan lið.

    gr.
    Styrkurinn miðast við fjárhagslega getu sjóðsins hverju sinni og tilkostnað vegna þátttöku. Styrkveitingar úr sjóðnum fara fram á uppskeruhátíð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar sem fram fer árlega milli jóla og nýárs.

    8. gr.
    Umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu berast sjóðsstjórn eigi síðar en 10. desember ár hvert og vera undirritaðar af umsækjanda. Ef um er að ræða umsóknir frá hópum/liðum er fullnægjandi að þjálfari undirriti umsókn. Í umsókn skal gerð grein fyrir þeim kostnaði sem viðkomandi kann að hafa orðið fyrir eða áætluðum kostnaði.

    9. gr.
    Reglugerð þessi er stofnuð 5. desember 2012.