Á aðalfundi voru kynntar breytingar sem verða í innheimtu gjalda á komandi starfsári. Golfklúbbur Selfoss mun nú taka upp notkun á Nóra félagakerfi við skráningu félagsmanna og innheimtu gjalda, notast hefur verið við kerfið í skráningum og greiðslum barna og unglinga undanfarin ár með góðum árangri.
Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni https://gosgolf.felog.is
Þegar félagsmaður hefur skráð sig inn kemur val um námskeið í boði aftan við nafn þess sem skráir sig inn. Valið er námskeið og er þaðan komið inn á greiðslusíðu þar sem hægt er að velja um mismunandi greiðsluleiðir. Áfram verður boðið upp á það greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 8 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort.
Veittur er 5% afsláttur af árgjöldum ef greitt er fyrir 15. janúar 2019.
Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á félagavefnum og hvetjum við félagsmenn til að skoða sínar upplýsingar og uppfæra ef þörf krefur. Einnig er hægt að fara inn á félagavef í gegnum flipann „Félagsgjöld“ efst til hægri á vefsíðu klúbbsins.
Við vekjum athygli á að einhverjir hnökrar og tilfærslur gætu átt sér stað þegar verið er að taka nýtt kerfi í gagnið og biðjum við félagsmenn um að sýna því þolinmæði og skilning.
Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 09:00-16:00, sími á skrifstofu er 482-3335 eða 893-1650.
Ath. að lokað verður fyrir aðgang að www.golf.is 1.mars fyrir þá sem ekki hafa greitt félagsgjaldið.
Ef svo ólíklega vildi til að þú viljir ekki vera meðlimur í GOS árið 2019, vinsamlega tilkynntu það á netfangið hlynur@gosgolf.is
Golfklúbbur Selfoss