Meistaramót GOS 2019 2– 6.júlí
Reglugerð
Mótið stendur yfir í fimm daga, frá og með þriðjudeginum 2. júlí til laugardagsins 6. júlí.
Rástímar verða frá kl. 12:00 – 17:00 virka daga og frá kl. 8:00 á laugardeginum.
Áætlaðir rástímar verða auglýstir á töflu í skála og á heimasíðu GOS, www.gosgolf.is.
Leikið verður þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag.
FLOKKUR FORGJÖF/FYRIRKOMULAG TEIGAR____
Meistaraflokkur karla < 5,4 / höggleikur Gulir teigar
- flokkur karla 5,5 – 11,4 / höggleikur Gulir teigar
- flokkur karla 11,5 – 16,4 / höggleikur Gulir teigar
- flokkur karla 16,5 – 21,4 / höggleikur Gulir teigar
- flokkur karla 21,5 – 28,4 / höggleikur Gulir teigar
- flokkur karla 28,5 < / punktakeppni Gulir teigar
Kvennaflokkur Höggleikur Rauðir teigar
Kvennaflokkur 50 ára og eldri Höggleikur Rauðir teigar
Eldri kylfinga kk 55 – 69 ára Höggleikur Gulir teigar
Eldri kylfingar kk 70 ára og eldri Punktakeppni Rauðir teigar
- Klúbbmeistari karla er sá sem leikur á fæstum höggum án forgjafar.
- Klúbbmeistari kvenna er sú sem leikur á fæstum höggum án forgjafar.
- Kvennaflokkur spilar höggleik án forgjafar.
- Kvennaflokkur 50 ára og eldri spilar höggleik án forgjafar.
- Meistari eldri kylfinga, í flokki 55 – 69 ára, er sá sem leikur á fæstum höggum
án forgjafar. - Flokkur eldri kylfinga, 70 ára og eldri, spilar punktakeppni.
- Þeir eldri kylfingar sem eiga valmöguleika á tveimur flokkum, aldursflokki eða forgjafarflokki, ákveða við skráningu í hvorum flokknum þeir ætla að leika.
- Unglingaflokkur 13 -16 ára leika í sínum forgjafarflokki.
- Unglingameistari er sá eða sú sem leikur á fæstum höggum án forgjafar.
Síðasti skráningarfrestur er 30. júní kl. 12:00 á netinu. Þá ræðst endanleg niðurröðun í flokka.
Keppnisskilmálar verða auglýstir á heimasíðu GOS, www.gosgolf.is, og á töflu í skála
ekki síðar en tveimur vikum fyrir fyrsta keppnisdag.
Keppendur eru beðnir að virða rástíma sína í mótinu og mæta á réttum tíma.
Leikmenn skulu vera snyrtilega klæddir við leik í mótinu eins og almennt tíðkast.
Óheimilt er að leika í gallabuxum eða íþróttagöllum.
Verðlaun verða fyrir næstu holu alla dagana á 4 og 13 holu alla dagana.
Auka verðlaun verður í mótinu, en sá/sú sem verður með flesta punkta fyrir hvern dag fær verðlaun.
Kynnið ykkur keppnisskilmála fyrir Meistaramót GOS 2019.
ATH. Einungis klúbbfélagar með GOS sem aðalklúbb geta orðið klúbbmeistarar.
Keppnisskilmálar Meistaramót GOS 2019
Meistaramót GOS er stærsti viðburður klúbbsins á hverju ári. Leikið er til verðlauna í
11 mismunandi flokkum sem skipt er í eftir forgjöf eða aldri. Mótið er leikið á fimm dögum, 2. – 6. júlí.
Klúbbmeistari karla er sá sem leikur á fæstum höggum án forgjafar.
Klúbbmeistari kvenna er sú sem leikur á fæstum höggum án forgjafar.
Um skráningu, þátttökuskilmála, flokkaskiptingu, fjölda umferða og keppnisdaga, vísast til reglugerðar um mótið. Eftirfarandi reglur, sérstakir keppnisskilmálar mótsins, eru settir af nefndinni samkvæmt reglu 33-1 í golfreglum.
Þátttökurétt eiga þeir einir sem eru meðlimir GOS og hafa gert skil á félagsgjöldum.
Keppnin er leikin í flokkum samkvæmt reglugerð og er leikið án forgjafar í öllum flokkum, nema þeim flokkum sem annað er auglýst. Rástímar eru samkvæmt sérstökum tilkynningum mótanefndar.
Ákvörðun um frestun leiks eða niðurfellingu umferða vegna veðurs er í höndum mótstjóra og mótsstjórnar.
Leikmenn í öllum flokkum, öðrum en eldri kylfinga flokkum karla og kvenna, skulu leika hinar fyrirskipuðu umferðir mótsins gangandi.
Akstur (úrsk. 33-1/8). Leikmenn mega ekki ferðast á eða í neinu afbrigði faratækis á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, nema mótstjórn leyfi. Slíkt leyfi fæst hins vegar ekki nema að framlögðu læknisvottorði.
Mæti kylfingur á 1. teig, tilbúinn til leiks, innan fimm mínútna eftir rástíma sinn og kringumstæður eru slíkar að þær réttlæti afnám frávísunarvítis samkvæmt reglu 33-7, skal hann hljóta tvö vítishögg, en ella frávísun mæti hann meira en fimm mínútum of seint.
Öll notkun á farsímum (GSM) er bönnuð í mótinu, jafnt leikmönnum sem kylfusveinum. Leikmönnum er þó heimilt að kveikja á símum sínum til þess eins að hringja í dómara eða nefndina á skrifstofu GOS, þegar þörf er á dómara og í neyðartilvikum.
Hámarksleiktími fyrirskipaðrar umferðar (18 holur) er 4 klst. og 20 mín. Viðurlög eru skv. reglu 6-7 (Óhæfileg töf. Slór við leik ). ATH. Nánari tímamörk eru auglýst á auglýsingatöflu í skála.
Ef vafi er á hvað gera skal samkvæmt golfreglum skal kalla á dómara eða leika tveimur boltum samkvæmt reglu 3-3.a og tilkynna mótstjórn atvikið áður en skorkorti er skilað í mótslok. Mótsstjórn/dómari kveður upp úrskurði áður en úrslit verða kynnt.
Dómarar eru þeir félagar klúbbsins, samkvæmt skipan nefndarinnar, sem dómararéttindi hafa, en þó þannig að enginn þeirra dæmi í þeim flokki þar sem viðkomandi dómari er þátttakandi.
Víti fyrir brot á keppnisskilmála:
Höggleikur: Tvö högg, gildir um hverja holu sem brotið á við.
Dómari: Hlynur Geir Hjartarson og Guðmundur Bergsson
Mótstjóri: Hlynur Geir Hjartarson
Mótstjórn: Guðmundur Bergsson, Sigurður Júlíusson, Hlynur Ingvarsson og Hlynur Geir Hjartarson
Hér fyrir neðan eru áætlaðir rástímar.
ATH þeir munu breytast en það fer eftir skráningu í hvern flokk.