Golfklúbbur Selfoss hefur ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni í sumar.

Allir meðlimir GOS geta tekið þátt og gera það með því að taka mynd á Svarfhólsvelli og setja á Instagram undir myllumerkinu #gosmyndir2018

Nefnd mun velja bestu myndina í haust og hlýtur hún flott verðlaun!

Nefndina skipa Hlynur Geir framkvæmdastjóri, Bjarki Már stjórnarmaður og Ásta stjórnarformaður.

 

Hvetjum alla til þess að taka myndir og setja inn!

*Golfklúbburinn áskilur sér rétt til þess að nota þær myndir sem taka þátt í keppninni á miðlum sínum*