Við hjá Golfklúbbi Selfoss leitum að ábyrgðarfullum einstaklingi með afburðagóða þjónustulund og áhuga á mannlegum samskiptum til að vinna skemmtilega sumarvinnu í veitingasölu Golfklúbbs Selfoss.
Um er að ræða frábæra sumarvinnu í fallegu umhverfi.
Veitingasalan opnar í byrjun mai.
Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri.
Betra er ef viðkomandi hafi reynslu af vinnu við grill en þó ekki skilyrði.
Í golfskálanum er m.a. boðið uppá samlokur, súpur, hamborgarar, salöt og aðrar léttar veitingar.
Unnið er á vöktum en afgreiðslan er opin frá kl 10 – 22 alla daga vikunnar.
Nánari upplýsingar gefur Hlynur Geir í síma 893-1650 eða hlynur@gosgolf.is
Categories: Fréttir