12. ágúst er dagur sem þið þurfið að muna. Þá ætlum við að hafa opið 9 holu golfmót. Það kostar 3.000 kr og innifalið í því er súpa eftir hringinn. Það verða gæsilegir vinningar fyrir 1.-3. sæti og líka random sæti, þannig að það er til mikils að vinna Endilega látið þetta berast. Hvet ykkur, sérstaklega þær sem eru smeykar við 18 holu mót, að skrá ykkur og vera með J

2. september er líka dagsetning sem þið þurfið að taka frá. Þá er haustferðin okkar á Hellu (nánari upplýsingar þegar nær dregur) og það stefnir allt í að við náum kostnaðinum verulega niður, sérstaklega ef þið verðið duglegar að smala og mæta í mótið 12. ágúst, því við fáum ágóðan upp í ferðina okkar, svo eigum við slatta frá kvennakvöldunum J

Munið líka að 26. júní koma Hveragerðis konur og við förum til þeirra 17. júlí. Flúðakonur koma svo til okkar 30. júlí J

Setjið þessar dagsetningar í minnið og verið með í skemmtilegu kvennagolfi GOS J

P.S. Við spilum alla þriðjudaga kl. 17.00 og alla sunnudaga kl. 11.00 ekki gleyma því heldur J

P.S. P.S. Mæli eindregið með því að vera með í meistaramótinu í byrjun júlí, það er svo gaman og maður lærir svooooo mikið J

 

Kær kveðja

Kristjana Hrund Bárðardóttir