Kæru félagar og gestir

Vil byrja á því að óska ykkur til hamingju með glæsilega aðstöðu.

Við getum verið mjög montin af þessu glæsilega húsi.

Nokkrir punktar frá kynningunni sem fór eflaust fram hjá einhverjum á laugardaginn.

Húsið er „opið“ frá kl 8:00 til 23:00

Lyklahús er utan á húsinu.

Ef þið viljið frá númerið af lyklahúsinu endilega sendið póst á Hlyn hlynur@gosgolf.is

Reglur fyrir aðstöðuna:

  • Ganga frá kúlum á sinn stað eftir notkun.
  • Ganga frá rusli ofl.
  • Hægt er að geyma golfsett í settageymslu GOS, það er pláss fyrir 120 golfsett.
  • Munið að læsa húsinu og slökkva ljós.
  • Ef allir ganga vel um þá verður húsið alltaf snyrtilegt og flott.

Á næstu dögum þá munum við fá kortalesara fyrir útihurð og þá hættum við með lyklahúsið

Við munum senda ykkur póst þegar kemur að því.

Þá þurfa kylfingar að fá kort hjá Hlyni til að komast inn í húsið.

Kortið verður selt á 2500 kr. Að öðruleiti verður frítt í húsið.

Golfhermir:

Þið pantið tíma í golfhermirinn hérna: https://noona.is/gosgolf

Leitið undir „ Golfhermir“

Endilega setjið Golfhermir gosgolf í uppáhalds.

Hægt er að sækja Noona app í síman líka.

Hægt er að kaupa kort í hermirinn á skrifstofu GOS.

Hægt er að borga staka tíma í posa við tölvuskjáin við herminn.

Árgjöldin:

Þið gangið frá Árgjöldunum ykkar inn á https://gosgolf.felog.is/

Þið getið skipt niður gjaldinu inn á þessari síðu.

Ef þið viljið nánari upplýsingar um eitthvað að þessu þá getið þið haft samband við Hlyn í síma 8931650 eða hlynur@gosgolf.is

Verðlisti

Vinsamlega gatið kortið ykkar fyrir leik.

Eitt gat fyrir hverjar 60 mín

Ef greiða á með korti, greiðið í posa.

Tímapantanir https://noona.is/gosgolf

30 mín kr. 1500

60 mín kr. 3000

90 mín kr. 4500

120 mín kr. 6000

150 mín kr. 7500

180 mín kr. 9000

240 mín kr. 12000

Hægt er að kaupa kort á skrifstofu GOS

5 tíma kort kr. 12900

10 tíma kort kr. 24900

Add Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *