Holukeppni 2018 – 32 liða úrslit

Nú hefur verið dregið í Holukeppni GOS. 32 einstaklingar skráðu sig til leiks.

Eins og áður hefur komið fram byrja 32 liða keppnin í dag, 27. maí og stendur til 2. júní. Reglurnar verða hér fyrir neðan.

Úrdrátturinn fór eftirfarandi

1.  Svanur Geir – Heiðrún Anna

2. Kjartan Ólason – Bjarki Már

3. Daníel Arnar – Yngvi Marinó

4. Sigmundur Jónsson – Bjarki Þór

5. Leó Snær – Birgir Rúnar

6. Gunnar Marel – Ragnar Sigurðsson

7. Auður Rafnsdóttir – Ástmundur Sigmarsson

8. Jóhanna Þorsteinsdóttir – Heiðar Snær

9. Páll Sveinsson – Sverrir Óli

10. Ingvar Kristjánsson – Vilhjálmur Andri

11. Aron Emil – Símon Ingi

12. Sigurlaugur B – Ólafur Unnarsson

13. Pétur Sigurdór – Guðmundur Bergsson

14. Vignir Egill – Vilhjálmur Pálsson

15. Guðmundur Hafsteinsson – Arndís Mogensen

16. Sigmundur Sigurgeirsson – Pawel

 

Hér má sjá myndband frá því þegar það var dregið.

 

Reglur fyrir Holukeppni

1.gr

Mótanefnd GOS gengst árlega fyrir holukeppni.

2.gr

Mótið eru haldið árlega og skal mótanefnd auglýsa mótið og hafa yfirumsjón með framkvæmd þess.

3.gr

Mótið hefst með holukeppni í kjölfar úrdráttar á meðal skráðra keppenda. Fjöldi umferða ræðst af fjölda skráðra keppenda sem með keppa um titilinn Holumeistari GOS.

4.gr

Miðað skal við að leikið sé í Oddaflugsformi þar sem að hámarki 32  keppendur leika í hverri sjálfstæðri umferð en mótanefnd er heimilt að bæta við umferðum, fjölga þátttakendum í umferð eða fækka þeim.

Í upphafi leiks skulu keppendur dregnir saman af handahófi.

5.gr

Í hverri umferð í holukeppninni með forgjöf eru leiknar 18 holur með fullri leikforgjöf, að hámarki eitt högg í forgjöf á hverri holu. (dæmi: x er með 15 í forgjöf og y er með 7. Lausn: x fær forgjöf á 8 erfiðustu holum vallarins. Leikið skal til úrslita í hverjum leik. Verði leikmenn jafnir eftir 18 holu leik skal leikið áfram og fyrsta unnin hola ræður úrslitum.

6.gr

Þegar mót er auglýst skal liggja fyrir áætlun um á hvaða dögum skuli leikið. Mótagjöld skulu greidd áður en að leikur hefst. Að lokinni skráningu keppenda ákveður Mótanefnd hversu margar umferðir verða leiknar og á hvaða dögum. Þessi ákvörðun skal auglýst eins fljótt og frekast er unnt á heimasíðu klúbbsins og í klúbbhúsi og skal eftir auglýsingu teljast staðfestur tími. Mæti keppandi ekki til leiks á auglýstum staðfestum tíma fellur hann úr keppni og á ekki rétt á að taka þátt í næstu umferð.

7.gr

Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin.

8.gr

Sigurvegari í holukeppninni, ár hvert, hlýtur titilinn Holumeistari GOS og fylgir titlinum farandgripur. Bikarinn vinnst ekki til eignar.