Hlynur Geir og Alda klúbbmeistara GOS 2018
Meistaramót Golfklúbbs Selfoss fór fram dagana 3. – 7. Júlí á Svarfhólsvelli.
Þátttaka var með ágætum í ár en 70 kylfingar voru skráðir til leiks og leikið var í tólf flokkum og hófu þau yngstu sinn leik á þriðjudagsmorgun 3.júlí.
Gríðalega jöfn keppni var í flestum flokkum og urðu úrslit ekki ljós fyrir en á síðustu holu mótsins.
Hlynur Geir Hjartarson og Alda Sigurðardóttir stóðu uppi sem klúbbmeistara í ár.
Verðlaunaafhending og uppgjör mótsins fór fram í klúbbhúsinu að móti loknu.
Golfklúbbur Selfoss þakkar keppendum fyrir frábært mót, vallarstarfsfólki fyrir að gera völlinn æðislegan og starfsfólki í veitingasölu fyrir flottar veitingar og skemmtun.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
Meistaraflokkur karla
- Hlynur Geir Hjartarson – 284 högg
- Pétur Sigurdór Pálsson – 305 högg sigur eftir bráðabana
- Vignir Egill Vigfússon – 305
Kvennaflokkur
- Alda Sigurðardóttir – 377 högg
- Jóhanna Bettý Durhuus – 410 högg
- Ástfríður M Sigurðardóttir – 414 högg
Kvennaflokkur ( Punktakeppni)
- Jóhanna Bettý Durhuus – 119 punktar
- Alda Sigurðardóttir – 109 punktar
- Ástfríður M Sigurðardóttir – 103 punktar
1.flokkur
- Ástmundur Sigmarsson – 337 högg
- Yngvi Marinó Gunnarsson – 338 högg
- Pétur Viðar Kristjánsson – 350 högg
2.flokkur
- Heiðar Snær Bjarnason – 336 högg
- Leifur Viðarsson – 354 högg
- Otri Smárason – 357 högg
3.flokkur
- Ingvar Kristjánsson – 362 högg
- Bjarki Már Magnússon – 364 högg
- Kristinn Sölvi Sigurgeirsson – 365 högg
4.flokkur
- Sigurður Júlísson – 400 högg
- Adam Þorsteinsson – 401 högg
- Óðinn Svavarsson – 412 högg
5.flokkur ( punktakeppni)
- Jóhanna Már Guðjónsson 110 punktat
- Sigurður Gauti Hauksson 93 punktar
Eldri Kylfingar
- Bárður Guðmundarsson – 356 högg
- Samúel Smári Hreggviðsson – 364 högg
- Jón Gíslason – 407 högg
Eldri kylfingar 70 ára og eldri (punktakeppni)
- Vilhjálmur Pálsson – 129 punktar
- Símon Ingi Gunnarsson – 68 punktar
- Ágúst Magnússon – 54 punktar
Börn og unglingar spiluðu 9 holur:
Stúlkur
- Eva María Óskarsdóttir
- Sigríður Ástmundsdóttir
- Katrín Embla Hlynsdóttir
Drengir:
- Rúnar Freyr Gunnarsson
- Gunnar Kári Bragason
- Adam Nökkvi Ingvarsson
Einnig voru veitt aukaverðlauna fyrir flesta punkta fyrir hvern dag:
Dagur 1 Heiðar Snær Bjarnason 42punktar
Dagur 2 Adam Þorsteinsson 34 punktar
Dagur 3 Bjarki Már Magnússon 42 punktar
Dagur 4 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson 38 punktar
Dagur 5 Óðinn Svavarsson 42 punktar
Næstu holu á 4 holu í mótinu:
Vignir Egill Vigfússon 186 m
Vignir Egill Vigfússon fékk afhendan bláa jakkan fyrir að vera Holumeistari GOS 2018, Gunnar Marel varð í öðru sæti og Heiðrún Anna í þriðja sæti.