Íslandsmót +35 Icelandair fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti. Keppnisrétt höfðu þeir kylfingar sem fæddir eru á árinu 1984 eða fyrr.

Þetta er í 20. sinn sem keppt eru um Íslandsmeistaratitila í karla – og kvennaflokki 35 ára og eldri.

Nína Björk Geirsdóttir úr GM sigraði í kvennaflokki og Hlynur Geir Hjartarson úr GOS í karlaflokki. Þetta er í fyrsta sinn sem þau fagna þessum titli.

Nína Björk lék á 290 höggum og Hlynur Geir á 287 höggum.

Kylfingar GOS stóðu sem með miklu prýði um helgina en Íslandsmótið fór fram í Grafarholtinu.

Hlynur Geir Hjartarson endaði í 12 sæti
Andri Már Óskarsson 21 sæti
Aron Emil Gunnarsson 32 sæti
Pétur S Pálsson náði ekki niðurskurðinum.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir endaði í 9 sæti í kvennaflokki.