Hjörtur Leví og Ásta liðstjórar

Íslandsmót golfklúbba (sveitakeppni) fer fram daganna 10. – 12. ágúst. Karlasveitin spilar á Hólmsvelli á suðurnesjunum og kvennasveitin spilar í Vestmannaeyjum.

Við höfum fengið til lið við okkur tvo öfluga einstaklinga sem ætla að taka að sér liðstjórahlutverkið þetta árið en það eru þau Hjörtur Leví Pétursson sem mun leiða karlasveitina og Ástfríður M Sigurðardóttir kvennasveitina.

Val í sveitir GOS fer þannig fram að tveir efstu í Meistarmóti GOS vinna sér inn sæti í sveitinni og síðan velur liðstjóri aðra liðsmenn.

 

Reglugerð um þátttöku keppnisliða GOS í Íslandsmótum golfklúbba.

Eldri kylfinga,- kvenna-, karlasveit, og barna og unglingasveitir.

 1. Afreksnefnd velur liðsstjóra keppnisliðs karla og kvenna.í GOS á Íslandsmótum golfklúbba. Eldri kylfinganefnd velur liðsstjóra fyrir lið eldri kylfinga kvenna og karla og barna- og unglinganefnd velur liðsstjóra fyrir lið barna og unglinga.

Nefndir skulu tilkynna val sitt eigi síðar en 1. maí ár hvert til framkvæmdastjóra GOS.

 1. Fjöldi kylfinga skal vera í samræmi við ákvörðun GSÍ.
 2. Einungis kylfingar sem eru skráðir í GOS sem aðalklúbb og greitt hafa félagsgjöld að fullu, geta öðlast rétt til að vera í keppnisliðinu. Einnig skulu kylfingar hafa gilda forgjöf samkvæmt reglum GSÍ.
 3. Þeir tveir kylfingar sem eru efstir á meistaramóti GOS öðlast sjálfkrafa rétt til að vera í keppnisliðinu. Ef annar eða báðir þessara aðila geta ekki tekið þátt, fjölgar í vali liðsstjóra.
 4. Liðstjóri velur þá kylfinga sem vantar til að hafa fullt lið til keppni á Íslandsmóti golfklúbba.
 5. GOS greiðir fyrir eftirfarandi:
 • Þátttökugjald.
 • Gisting, ef liðið er ekki að keppa á suðvestur horni landsins ( Frá Hellu að Akranesi)
 • Akstur, GOS greiðir eldsneyti fyrir tvo bíla ef ekki er gist.
 1. GOS lánar merktan fatnað ef hann er til hjá klúbbnum.
 2. Öll lið og nefndir sem senda sveitir á Íslandsmót golfklúbba, skulu sjá um Firmakeppni GOS og safna liðum í þá keppni.

 

Samþykkt á stjórnarfundi 5.mai 2016