Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Aron Emil Gunnarsson
Golfkona og golfkarl ársins hjá Golfklúbbi Selfoss
Innilega til hamingju 🙂

Árið hjá Heiðrúnu:
Íþróttaárangur á árinu:
-Sigur á einu af stórmótum ársins á mótaröð GSÍ, endaði mótið á 4 höggum undir pari sem er eitt lægsta skor mótaraðarinnar frá upphafi auk þess að vera ein af yngstu siguvegurum á mótaröðinni frá upphafi, sló einnig vallarmetið á Þorlákshafnarvelli í mótinu.
-Topp 10 á öllum mótum GSÍ á þessu ári.
-Topp 10 á sterku móti í Portúgal fyrr á þessu ári.
-Ein af fimm efstu íslenskra kvenna á Heimslista Áhugamanna í golfi.
-Spilar með einum af sterkustu háskólum í USA í 1. Deild NCAA, spilaði á öllum mótum liðsins á þessu ári og var lykilmaður á öllum mótum.
-Endaði ásamt liði sínu í 2 sæti á einu af sterkustu mótum í háskólagolfinu í USA, slógu háskólametið á 18 holu hring, á 8 höggum undir pari.

Landsliðsárangur á árinu:
-Spilaði á Evrópumóti kvenna á Ítalíu með A-landsliði Íslands, endaði með fjórða besta skor af íslensku keppendunum.
-Valin í A-landsliðshóp Íslands fyrir árið 2020
Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:
-Fyrsta konan í GOS þrátt fyrir ungan aldur að vinna á mótaröð GSÍ og að spila með A-landsliði kvenna.
-Strax orðin lykilmaður í golfliðinu í haskólanum þrátt fyrir að vera á fyrsta ári.
-Fyrsti kylfingur GOS til að spila með háskólaliði í USA.

Árið hjá Aroni:

Íþróttaárangur á árinu:
-Tók þátt í sterku móti í Hollandi
-þriðja sæti á Tulip challenge í Hollandi (Globaljunior mótaröðin)
-Tók þátt í sterku móti í Portugal
-Fjórða sæti í heildina í unglingamótaröð GSÍ
-Topp 10 á öllum unglingamótum GSÍ
-Lykilmaður í sveit GOS í sveitakeppni golfklúbba í 2.deild
-annað sæti í sveitakeppni 2.deild í Vestmannaeyjum
-Tók þátt í þremur stigamótum GSÍ
-lækkun á forgjöf úr 2,2 í -0,3 í tímabilinu

Landsliðsárangur á árinu:
-Spilaði á Evrópumóti unglinga í Frakklandi
-Valinn í afrekshóp GSÍ