Íþróttaárangur á árinu:

-Klúbbmeistari golfklúbb Selfoss, þar sem hún setti vallarmet á vellinum á fyrsta hring þar sem hún spilaði á 66 höggum.

-Topp 10 á öllum mótum GSÍ á þessu ári.

-Ein af fimm efstu íslenskra kvenna á Heimslista Áhugamanna í golfi.

-Spilar með einum af sterkustu háskólum í USA í 1. Deild NCAA, spilaði á öllum mótum liðsins á þessu ári og var lykilmaður á öllum mótum.

Landsliðsárangur á árinu:

-Spilaði á Evrópumóti kvenna í Svíþjóð með A-landsliði Íslands, þar sem liðið náði besta árangri Íslands frá upphafi á EM í golfi.

Önnur störf innan félagsins eða í þágu íþróttarinnar og/eða samfélagsins:

-Fyrsta konan í GOS þrátt fyrir ungan aldur að vinna á mótaröð GSÍ og að spila með A-landsliði kvenna.

-Strax orðin lykilmaður í golfliðinu í háskólanum þrátt fyrir að vera á fyrsta ári.

-Fyrsti kylfingur GOS til að spila með háskólaliði í USA.