Heiðrún Anna Hlynsdóttir er golfkona ársins hjá Golfklúbbi Selfoss.
Árið 2018 var frábært hjá Heiðrúnu.
Hún varð stigameistari GSÍ í flokki 17-18 ára stúlkna.
Heiðrún keppti fyrir Íslands í flokki 18 ára stúlkna á Evrópumóti landsliða, Heiðrún var fyrsti kylfingurinn í Golfklúbbi Selfossi sem keppti hefur í Evrópumóti unglinga. Heiðrún spilaði vel og endaði með 3 besta skor Íslands í mótinu.
Heiðrún spilaði í Íslandsmóti golfklúbba með Golfklúbbi Selfoss og sigraði hún alla sýna leiki.
Árangur í mótaröð GSÍ var glæsilegur hjá Heiðrúnu, en hún varð í verðlaunasætum í öllum mótunum og sigraði í tveimur mótum af fimm.
Heiðrún hefur verið í verðlauna sæti á öllum GSÍ stigamótum síðustu tvo árin.
Heiðrún Anna keppti á Global Golf Tournament í Murcia á Spáni í apríl byrjun með ágætis árangri. Þar öðlaðist hún dýrmæta reynslu sem sannarlega hjálpar henni að taka næstu skref í golfíþróttinni.
Heiðrún er mjög samviskusöm og metnaðarfullur kylfingur og erum við í GOS mjög stolt af henni.