Guðmundur Bergsson hlaut Háttvísisbikar GSÍ fyrir árið 2018
Það má svo sanni segja að Guðmundur eigi þennan heiður skilið enda sannur félagsmaður GOS.
Guðmundur tikkar í öll boxin þegar skoðuð er reglugerðin um Háttvísisbikar GSÍ
Til hamingju Guðmundur
Reglugerð um Háttvísibikar Golfklúbbs Selfoss
Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 40 ára afmæli GOS 2011
Bikarinn er veittur ár hvert þeim kylfingi sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem stjórn Golfklúbbs Selfoss vill sjá hjá félagsmönnum GOS.
Sá/sú sem hlýtur Háttvísibikarinn býr yfir eftirfarandi eiginleikum að hluta eða öllu leyti:
- Heiðarleika á velli.
- Góðri ástundun.
- Er sér og klúbbnum til mikils sóma innan vallar sem utan.
- Er með framkomu sinni fyrirmynd annarra.
- Sinnir gjarnan sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn.
- Tekur virkan þátt í innra starfi klúbbsins.
- Er góður félagi á velli og tekur virkan þátt í mótahaldi.
- Er annt um völlinn og ásýnd hans og sýnir fyrirmyndarumgengni.
Viðkomandi er valinn af stjórn Golfklúbbs Selfoss.
Bikarinn afhendist á aðalfundi klúbbsins ár hvert.
Categories: Fréttir