GOS – Landsbankamótið 1.júní

GOS – Landsbankamótið

1.júní.

Mótið er keppni milli félaga í GOS og félaga í starfsmannaklúbbi Landsbankans og er því ekki opið öðrum.

Eitt elsta golfmót GOS

Leikin er Höggleikur án forgjafar og punktakeppni einstaklingskeppni.

Einnig verður sveitakeppni, sem punktakeppni með forgjöf þar sem 8 bestu telja í hvoru liði. A.T.H.

Allir ræstir samtímis á öllum teigum kl: 17:00, mæting kl 16:30 Skráningu lýkur 1. júní kl: 12:00. ATH.

Það komast aðeins 52 kylfingar í þetta mót, eða 26 keppendur frá GOS og 26 frá Landsbankanum.

Keppendur geta aðeins unnið til verðlauna í öðrum flokknum, þá teljast verðlaun í sveitakeppni og mælingaverðlaun ekki með. Karlar leika af gulum teigum. Konur leika af rauðum teigum.

12 ára og yngri leika af rauðum teigum.

Mætið tímalega!

Flott verðlaun