Golfsumarið er handan við hornið

Það er mikil vorblíða í lofti þessa dagana og undirbúningur fyrir golfsumarið er komið á fullt skrið.

Tjaldurinn er kominn á völlinn og verður það að teljast vorboði.

Formleg vallaropnun verður 4.mai en eins og vanalega þá er sá dagur notaður í vallarhreinsun fyrir hádegi og eftir hádegi verður 9 holu vallaropnunarmótið. Ljóst er að á því móti verður slegið vallarmet því að núna erum við að opna smá breyttan völl með nýju vallarmati og pari.

En allt er þetta háð veðri.

Völlurinn er orðin par 34/34 samtals par 68.

En 5.hola verður par 4 hér með.

Völlurinn hefur verið endurmetin og hér er hægt að sjá vallarforgjöf á vellinum Forgjafartafla

Eins hægt er að sjá á þessari síðu þá munu kylfingar fá hærri vallarforgjöf en var áður.

Önnur breyting á vellinum sem mun gleðja marga er að búið er að fjarlægja vallarmörk ( out of bounds) hægra megin á 2.holu.

Sem sagt gamla æfingarsvæðið er bannreitur.

Í staðin fyrir hvíta hæla þá verður svæðið rautt með hvítum toppi sem þýðir einfaldlega að þetta er rautt svæði en bannað er að slá boltan innan þess svæði.

Þetta svæði heitir BANNREITUR skv golfreglum.

Bannreitir.

Bannreitur er merktur með rauðum hæl með hvítum toppi (vítasvæði) .

Bannreitur er skilgreindur sem vítasvæðis (sjá reglu 17.1e), þar sem leikur er óheimill. Leikmaður verður að taka lausn þegar (a) Bolti hans liggur innan bannreits, eða (b) Bannreitur truflar svæði fyrirhugaðrar stöðu eða sveiflusviðs við leik bolta sem liggur utan bannreitsins (sjá reglur 16.1f og 17.1e).

Hér er hægt að sjá nýjar staðarreglur á Svarfhólsvelli  Staðarreglur

Að öðruleiti er völlurinn óbreyttur frá fyrri ára.

Stefnt er að opna æfingarsvæðið í byrjun mai vonandi að það muni vera 4.mai eins og völlurinn.

Boltavélin mun færast í nýja skýlið okkar og verður ekki hægt að kaupa token lengur.

Þess í stað munum við vera með boltakort sem kylfingar fylla á í veitingasölunni.

Félagsskirteinin sem við munum afhenda 4.mai verður boltakort einnig.

 

Framkvæmdir:

Eins og flestir vita þá eru framkvæmdir í fullum gangi og hafa þær gengið mjög vel í vetur.

Veturinn var mjög góður til framkvæmda svo við erum aðeins undan áætlun.

Stefnt er á því að sá eftirfarandi svæði í sumar:

Alla 10. holu ( sem liggur á gamla æfingarsvæðinu) búið er að grófjafna hana alla og undirbúningur fyrir sáningu er hafin þar.

  1. hola þar munum við byrja á að sá teiginn og umhverfið í kringum hann.
  2. hola flöt, hluti brautar og allt svæði meðfram heimreið.

Stutta spilsvæði eins og hægt er.

Gróf vinna í sumar:

1.hola og 18.hola kláruð og undirbúin fyrir sáningu 2020

Stefnt er á að opna þessar þrjár nýju holu sumarið 2021 en til að það náist verður sáningin að takast vel.

Við höfum ákveðið að fjárfesta í Hunter vökvunarkerfi á teiga, brautir og flatir og mun það hjálpa mjög mikið við sáningu.

Í sumar munum við hefja byggingu á nýju áhaldahúsi sem verður einnig inniaðstaða fyrir vetraræfingar.

Húsið sem við höfum ákveðið að fjárfesta í er 427 fm. límtré hús.

Við munum því kveðja Gagnheiði 32 í mai þar sem við höfum verið síðustu árin og skapað frábært félagslíf og stemmingu.

En það húsnæði er of dýrt fyrir okkur að leigja svo núna ætlum við að byggja okkar eigið hús.

Vallarstarfsmenn GOS eru gríðarlega ánægðir með þetta enda hefur aðstaða fyrir starfsmenn og véla verið mjög slæm alla tíð.

Golfskálinn mun opna formlega 10.mai

Boðið verður upp á frábærar veitingar á góðu verði og hvetjum við félagsmenn til að vera dugleg að koma inn í veitingasölu.

Á þessu ári verður mikið að gerast á vellinum og biðjum við félagsmenn að sýna þolimæði gangvart framkvæmdum.

Nýju holurnar verður geggjaðar þó svæðið muni ekki líta sérstaklega vel út fram eftir sumri.

Til að við náum að gera öll þessi verk þá biðjum við félagsmenn til að hjálpa til með sjálfboðsvinnu.

Við munum óska eftir hjálp félagsmann nokkrum sinnum í sumar.

Verkin geta verið ýmis konar t.d aðstoða við að reisa húsið, setja niður lagnir fyrir vökvunarkerfi og drenlagnir, festa niður dúka á flatir, teiga og brautir eftir sáningu.

Að byggja upp nýjan völl og nýtt hús er bara hreinlega ekki hægt nema með öflugri sjálfboðavinnu.

Sýnum samstöðu GOsarar byggjum upp glæsilegan völl og glæsilegt nauðsynlegt hús.

Með golfkveðju

f.h starfsmanna og stjórnar Golfklúbbs Selfoss

Hlynur Geir Hjartarson