Golfklúbbur Selfoss hefur gert samning við fjóra kylfinga, það eru þau Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson og Heiðar Snær Bjarnason.

Samningurinn er ætlað þeim einstaklingum er þykja skara fram úr og eru reiðubúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri í golfíþróttinni bæði persónulega og fyrir hönd Golfklúbbs Selfoss.

Kylfingar í afreksstarfi hjá GOS eru valdir faglega af  yfirþjálfara GOS, sem metur áhuga og framfarir, forgjöf, ástundun, hegðun og háttvísi, metnað og aðra þætti er þeim þykja skipta máli við val á kylfingum í afrekshópa. 

Markmið þessa samnings er að efla og styðja þá einstaklinga, áhuga- eða atvinnumenn, sem stefna á að komast í fremstu röð eða eru komnir þangað í samvinnu við afreksstarf GOS.

Val í afrekshópa sætir stöðugri endurskoðun

Afrekskylfingi GOS ber að sýna af sér fyrirmyndar háttvísi jafnt innan sem utan vallar. 

Hann skal ávallt bera virðingu fyrir öðrum keppendum, foreldrum, áhorfendum, sem og þjálfurum og dómurum.

Afrekskylfingi GOS  ber að ganga vel um golfvelli, æfingaaðstöðuna, og allan annan búnað er notaður er til keppni og æfinga.

Kylfingur skal ávallt vera sér og sínum klúbbi til sóma.