
Fréttir af Aðalfundi Golfklúbbs Selfoss
Aðalfundur GOS var haldið 12.desember í Golfskálanum að Svarfhólsvelli.
Kosinn var nýr formaður GOS Páll Sveinsson tók við keflinu af Ástfríði M Sigurðardóttir sem hættir eftir 5 ára setu en Ástfríður mun halda áfram í stjórn GOS.
GOS óskar Páli til hamingju og óskar honum góðs gengis.
Í stjórn GOS sem var kosin á aðalfundinum eru:
Formaður: Páll Sveinsson
Varaformaður: Bjarki Már Magnússon
Gjaldkeri: Helena Guðmundsdóttir
Ritari: Svanur Geir Bjarnason
Meðstjórnandi: Halldór Morthens
Meðstjórnandi: Ástfríður M. Sigurðardóttir
Meðstjórnandi: Vignir Egill Vigfússon
Árið 2019 fer í sögubækurnar fyrir margar sakir.
En fyrst má nefna að framkvæmdir hófust við stækkun á vellinum en margir hafa eflaust beðið eftir því.
Framkvæmdir eru komnar langt með þrjár nýjar holur og verða þær kláraðar næsat sumar.
Bygging á nýju aðstöðuhúsi fór á stað í september en í því húsi verður vélaskemma og innigolfaðstaða. Húsið er 427 fm fallegt límtré einingahús.
Stefna er á að opna húsið fyrir jól.
Hér hægt lesa Ársskýrslu GOS 2019:
Formaður GOS, Ástfríður M. Sigurðardóttir kynnti skýrslu stjórnar. Tilkynnti fráhvarf sem formaður og fór yfir ávarp formanns í skýrslu þar sem stærsta ár í sögu klúbbsins var reifað. Miklar framkvæmdir á vellinum og framlag starfsmanna og ómetanlegt framlag félagsmanna í þágu klúbbsins í öllum þessum framkvæmdum. Framkvæmdir fældu ekki frá aðsókn á völlinn í sumar og gekk rekstur klúbbsins vel þetta árið.
Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning golfklúbbsins og fór yfir skýringar og sundurliðanir hans.
- Rekstrartekjur urðu kr. 71.636.536,-
- Rekstrargjöld urðu kr. 64.939.319,-
- Fjármagnstekjur/gjöld urðu kr. -261.852,-
- Hagnaður fyrir afskriftir varð 6.697.217,-
- Hagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 1.426.140,-
- Eignir eru kr. 74.298.938,-
- Langtímaskuldir eru kr. 0,-
- Skammtímaskuldir eru kr. 56.104.412,-
- Eigið fé er kr. 18.194.526,-
- Eigið fé og skuldir kr. 74.298.938,-
Bjarki Már Magnússon kynnti lagabreytingar. Lög klúbbsins voru frá árinu 1973 með nokkrum breytingum á síðari árum. Bjarki Már fór yfir helstu breytingar og kynnti nýju lögin. Villa kom upp í kafla 3.6.6. þar sem átti að standa. Hér er hægt að lesa nýju lögin:
Kosning nefna gekk vel og virkilegan að vita að miklum áhuga félagsmann að starfa í nefndum GOS.
Nefnir GOS 2020:
- Mótanefnd:
Guðmundur Bergsson, formaður
Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Sigurður Júlíusson
Arnór Ingi Gíslason
- Barna & unglinga- nefnd:
Valgerður Rún Heiðarsdóttir, formaður
Ásgeir Elvar Guðnason
Ólafur Unnarsson
Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir
- Forgjafarnefnd:
Ágúst Magnússon, formaður
Hlynur Geir Hjartarson
- Aganefnd:
Svanur Geir Bjarnason, formaður
Jón Gíslason
Bárður Guðmundarson
- Vallarnefnd:
Halldór Ágústsson Morthens, formaður
Svanur Geir Bjarnason
Bjarki Þór Guðmundsson
Gunnar Marel Einarsson
- Eldri kylfinganefnd:
Magnús J Magnússon, formaður
Auður Róseyjardóttir
Ásta Jósefsdóttir
Bárður Guðmundarson
Jóhanna Þorsteinsdóttir
Samúel Smári Hreggviðsson
- Félaganefnd:
Leifur Viðarsson, formaður
Björn Daði Björnsson
Einar Matthías Kristjánsson
- Afreksnefnd:
Gylfi Birgir Sigurjónsson, formaður
Ástmundur Sigmarsson
Gunnar Marel Einarsson
Arndís Mogensen
Heiðrún Anna Hlynsdóttir
- Kvennanefnd:
Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, formaður
Elísabet Hólm Júlíusdóttir
Kristjana Hrund Bárðardóttir
Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir
Rósa Guðbjörg Svavarsdóttir
Elsa Backman
Fjárhagsáætlun ársins 2020.
Hlynur Geir Hjartarson skýrði áætlunina.
- Rekstrartekjur eru áætlaðar kr.70.050.000,-
- Rekstrargjöld eru áætluð kr. 59.670.000,-
- Hagnaður af frádregnum fjármagnsliðum er áætlaður 3.680.000,-
Spurning kom úr sal varðandi brotthvarf GOSÍ (Starfsmannafélag Íslandsbanka) úr klúbbnum en stjórn GOS hefur ákveðið að endurnýja ekki samning við félagið. Ekki mikill hagur fyrir GOS að vera með slíkan samning. Að lokinni umræðu var tillagan samþykkt samhljóða.
Félagsgjöld ársins 2020. Hækkun um rúmlega 3%. Hlynur Geir kynnti breytingar á greiðslu gjalda sem er greitt í gegnum Nóra, þar sem farið er inn með rafrænum skilríkjum inná gosgolf.felog.is.
Undir önnur mál voru nokkur mjög áhugverð mál rædd
Heimasíða og bókunarkerfi: Bjarki Már kynnti heimasíðu klúbbsins sem hefur verið mikið uppfærð. Veðurspá sett inná heimasíðuna fyrir Svarfhólsvöll og er sú spá sótt beint á vefinn blika.is. Allar fundargerðir stjórnar verða birtar opinberlega á síðunni. Búið er að tengja við síðuna messenger á facebook þar sem hægt er að senda inn fyrirspurn til klúbbsins. Búið er að tengja inn beint aðgengi að golf.is, mbl.is og kylfingur.is. Leikreglur og siðareglur hafa verið uppfærðar. Félagsgjöld er hægt að greiða beint í gegnum heimasíðuna eins og Hlynur var áður búinn að tala um.
GOS hefur ákveðið að setja á framkvæmdargjald en það er valfrjálst og verður sent í heimabanka félagsmanna.
Nýkjörinn formaður GOS Páll Sveinsson kynnti gjaldið og notaði í leiðinni tækifærið og kynnti sig fyrir fundargestum. Stjórn klúbbsins ákvað að senda út framkvæmdagjald á nýju ári en það var síðast gert árið 1997. Heimild er til að senda út slíkt gjald skv lögum klúbbsins. Gjaldið verður sent út sem valkrafa í banka til félagsmanna, þar sem mikill kostnaður er framundan við breytingar á vellinum og byggingu nýs húsnæðis. Talaði um mikinn metnað framkvæmdastjóra og vallarstjóra og það mikla starf sem þeir hafa lagt fram fyrir klúbbinn síðustu ár. Einnig talaði hann um óeigingjarnt starf klúbbmeðlima fyrir GOS sem er vel metið. Klúbburinn er alltaf á uppleið. Árið 2021 verður klúbburinn 50 ár og ættum við þá að vera leiðandi í starfsemi golfklúbba á Suðurlandi. Það er ósk nýs formanns að á 60 ára afmæli klúbbsins árið 2031 verði haldið Íslandsmót á 18 holu velli hér á Svarfhólsvelli. Veitti hann að lokum Ástfríði M Sigurðardóttur fráfarandi formanni GOS þakkir fyrir góð störf.
Viðurkenningar voru veittar af Páli Sveinssyni.
- Háttvísibikarinn hlýtur Samúel Smári Hreggviðsson.
- Efnilegasti unglingurinn var kosinn Heiðar Snær Bjarnason.
- Verðlaun fyrir mestu lækkun forgjafar hlýtur Arnór Ingi Gíslason.
- Golfkarl ársins er Aron Emil Gunnarsson.
- Golfkona ársins er Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
- Ágúst Magnússon og Vilhjálmur Pálsson voru sæmdir heiðursverðlaunum GOS.
Könnun GSÍ: Hlynur Geir kynnti niðurstöður könnunar GSÍ árið 2019. GOS kom einstaklega vel út úr þessari könnun og bar af allra klúbba á Suðurlandi. Í nær öllum liðum skoraði klúbburinn hærra miðað við landið allt og klúbba á Suðurlandi. Helst ber að nefna að viðhorf til vallarins er mjög gott þrátt fyrir að þar eigi sér stað miklar framkvæmdir. Eins skoraði móttaka nýliða og barna-og unglingastarf mjög hátt miðað við landið allt og Suðurland. Könnunina má nálgast í heild sinni inná: golf.is/thjonustukonnun-gallup-gsi-her-getur-thu-skodad-nidurstodurnar/
Fundarstjóri þakkaði stjórn og nefndum fyrir vel unnin störf. Óskaði nýjum formanni og stjórn velfarnaðar á komandi starfsári. Óskaði þeim sem fengu viðurkenningu til hamingju, sem og heiðursfélögum sem voru heiðraðir. Einnig þakkaði hann starfsmönnum og félögum klúbbsins fyrir gott starf. Að lokum var fundargestum boðið að skoða nýja inniaðstöðu sem brátt verður tilbúin og tekin í notkun.
Hér er hægt að skoða könnuna: