Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fyrir árið 2020.

Haldinn að Svarfhóli fimmtudaginn 25.febrúar 2021

 1. Fundur settur kl  20:00 af formanni klúbbsins Páli Sveinssyni.
 • Fundarstjóri kosinn Jón Gíslason.
 • Fundarritari kosinn Helena Guðmundsdóttir.
 • Skýrsla stjórnar kynnt af formanni GOS, Páli Sveinssyni. Fundur loksins haldinn eftir frestun frá því í desember síðastliðinn sökum Covid. Sagði hann árið 2020 sérstaklega eftirminnilegt ár. Hápunktur ársins var opnun inniaðstöðu í byrjun ársins. Stutt opnun þó, þar sem heimsfaraldur skall á snemma árs og öllu var lokað. Á vordögum var loks gefið leyfi til að opna völlinn og gladdi það marga kylfinga. Þakkaði hann félagsmönnum skilning og þolinmæði í þessu ástandi þrátt fyrir alls konar reglur á vellinum. Allir fóru eftir reglum og gengu hlutirnir vel upp. Framkvæmdir halda áfram á vellinum. Talsvert rask var á svæðinu sem hafði þó ekki nein áhrif á aðgang kylfinga á völlinn og færði hann félagsmönnum þakkir fyrir þolinmæðina á meðan þessi uppbygging er í gangi. Þakkaði hann meðlimum klúbbsins, nefndarfólki og fleirum fyrir vel unnin störf. Einnig fráfarandi stjórnarmeðlimum þeim Svani Geir og Vigni Agli fyrir þeirra framlag til stjórnarstarfa. Minntist formaður á höfðinglega gjöf frá Samúel Smára, Bárði og Grím sem voru húsgögn á sólpallinn fyrir utan klúbbhús GOS. Grímur fékk einnig miklar þakkir fyrir glæsilega gjöf sem hann gaf klúbbnum á haustdögum en það var nýr golfhermir og eru því hermarnir orðnir 2 talsins. Rekstur ársins var glæsilegur, velta mikil og uppbygging til fyrirmyndar. Fjölgun var í klúbbnum og fær Hlynur Geir framkvæmdastjóri stórar þakkir fyrir mikið og gott starf. Gott samstarf var á árinu við Sveitarfélagið Árborg vegna uppbyggingar á Svarfhólssvæðinu og mun svæðið án efa verða eitt glæsilegasta golf- og útivistarsvæði landsins þegar framkvæmdum lýkur. Páll minntist á góðan félagsanda sem er hvetjandi og skemmtilegt og verður vonandi þannig um ókomna tíð. Óskaði hann félagsmönnum til hamingju með 50 ára afmæli klúbbsins sem var í 21.janúar síðastliðnum og til hamingju með frábært golfár 2020. Skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða.
 • Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning golfklúbbsins og fór yfir skýringar og sundurliðanir hans.
 • Rekstrartekjur urðu kr 84.048.698,-
 • Rekstrargjöld urðu kr. 69.312.881,-
 • Fjármagnstekjur/gjöld urðu kr. -2.369.343,-
 • Hagnaður fyrir afskriftir varð kr. 14.735.817,-
 • Hagnaður ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 4.566.197,-
 • Eignir eru kr. 92.249.159,-
 • Langtímaskuldir eru kr. 38.700.000,-
 • Skammtímaskuldir eru kr. 30.788.436,-
 • Eigið fé er kr. 22.760.723,-
 • Eigið fé og skuldir kr. 92.249.159,-
 • Umræður um skýrslu og reikninga stjórnar.
 • Allir ánægðir með skýrslu stjórnar.
 • Engar athugasemdir við reikninga.
 • Skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar voru samþykktir samhljóða.
 • Skýrslur nefnda:
 • Mótanefnd: vísað til skýrslu.
 • Barna og unglinganefnd: vísað til skýrslu.
 • Vallarnefnd: vísað til skýrslu.
 • Skýrsla starfsmanna: vísað til skýrslu.
 • Eldri kylfinganefnd: vísað til skýrslu.
 • Kvennanefnd: vísað til skýrslu.
 • Aganefnd: vísað til skýrslu.
 • Forgjafarnefnd: vísað til skýrslu.
 • Afreksnefnd: vísað var til skýrslu.
 • Félaganefnd: vísað til skýrslu.
 • Umræður um skýrslur nefnda. Allar skýrslur nefnda voru samþykktar samhljóða og nefndum þakkað fyrir vel unnin störf.
 • Engar lagabreytingar lagðar fram í ár.
 1. Kosning stjórnar:

Formaður:                          Páll Sveinsson                                              

Varaformaður:                 Bjarki Már Magnússon                             

Gjaldkeri:                           Helena Guðmundsdóttir                          

Ritari:                                   Hreinn Þorkelsson                                       til 2ja ára

Meðstjórnandi:               Halldór Morthens                                       

Meðstjórnandi:               Ástfríður M. Sigurðardóttir                     

Meðstjórnandi:               Arnór Ingi Gíslason                                      til 2ja ára

 1. Kosningar nefnda:
 2. Mótanefnd:

Arnór Ingi Gíslason, formaður  

                Kristinn Sölvi Sigurgeirsson

                Þorkell Ingi Sigurðsson

                Sigurður Júlíusson

                Gylfi Dagur Leifsson

                Guðmundur Fannar Vigfússon

 • Barna & unglinga- nefnd:                           

Valgerður Rún Heiðarsdóttir, formaður

                Ásgeir Elvar Guðnason

                Ólafur Unnarsson

                Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir

 • Forgjafarnefnd:              

                Ágúst Magnússon, formaður

                Hlynur Geir Hjartarson

 • Aganefnd:                         

Jón Gíslason, formaður

                Bárður Guðmundarson

                Sigurður Grétarsson

 • Vallarnefnd:                     

                Halldór Ágústsson Morthens, formaður

                Svanur Geir Bjarnason

                Bárður Guðmundarson

                Bjarki Þór Guðmundsson

                Gunnar Marel Einarsson

 • Eldri kylfinganefnd:       

Magnús J Magnússon, formaður

Auður Róseyjardóttir

Ásta Jósefsdóttir

                Bárður Guðmundarson

                Jóhanna Þorsteinsdóttir

                Samúel Smári Hreggviðsson

 • Félaganefnd:                   

                Leifur Viðarsson, formaður

                Björn Daði Björnsson

                Einar Matthías Kristjánsson

 • Afreksnefnd:

                Gylfi Birgir Sigurjónsson, formaður

                Ástmundur Sigmarsson

                Gunnar Marel Einarsson

                Arndís Mogensen

                Heiðrún Anna Hlynsdóttir

 • Kvennanefnd:

Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, formaður

                Elísabet Hólm Júlíusdóttir

                Kristjana Hrund Bárðardóttir

                Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir

                Rósa Guðbjörg Svavarsdóttir

                Elsa Backman

 1. Fjárhagsáætlun ársins 2021.

Hlynur Geir Hjartarson skýrði áætlunina.

 • Rekstrartekjur eru áætlaðar kr.78.450.000,-
 • Rekstrargjöld eru áætluð kr. 66.290.000,-
 • Hagnaður af frádregnum fjármagnsliðum er áætlaður 2.460.000,-

Að lokinni umræðu var tillagan samþykkt samhljóða.

 1. Önnur mál:

Viðurkenningar voru veittar af Páli Sveinssyni.

Afhenti Páll styrki úr afreks- og styrktarsjóði GOS, í samstarfi við Árborg. Styrkina hlutu: Aron Emil Gunnarsson, Pétur Sigurdór Pálsson, Heiðar Snær Bjarnason, Andri Már Óskarsson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

 • Háttvísibikarinn hlýtur Svanur Geir Bjarnason.
 • Efnilegasti unglingurinn var kosinn Katrín Embla Hlynsdóttir.
 • Golfkarl ársins er Andri Már Óskarsson.
 • Golfkona ársins er Heiðrún Anna Hlynsdóttir.

Spurt var úr sal hver staðan væri síðan undirrituð var viljayfirlýsing við Sveitarfélagið Árborg um uppbyggingu á nýja útivistar- og golfvallarsvæði. Svaraði Hlynur því til að mikið væri að gerast. Samningur er ekki í höfn en langt kominn og er Hlynur mjög bjartsýnn. Samningurinn verður hann lagður fyrir meirihluta bæjarstjórnar næstkomandi mánudag en þá kemur í ljós hvort byrjað verður á nýju holunum fyrir ofan Búrfellslínu í byrjun maí næstkomandi. Edwin Roald er nú þegar byrjaður á hönnuninni og sagðist Hlynur vilja finna góðan vordag til að fara með félagsmenn í gönguferð til að skoða nýja svæðið sem verða mun stór glæsilegt. Stefnan er að loka 2.braut í júní en þar mun verða æfingasvæði og verður 10. brautin tekin í notkun í staðinn. Stefnt er á að opna 1. og 18. braut í ágúst en þær verða ekki opnaðar nema brautirnar séu alveg tilbúnar. 10. brautin er nánast tilbúin nú þegar.

Fundarstjóri þakkaði framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf þar sem hann hefur lyft grettistaki í klúbbnum. Stjórn og nefndum þakkaði hann fyrir vel unnin störf sem og öllum félagsmönnum Golfklúbbs Selfoss.