Ágæti félagsmaður.

Eins og kom fram á Aðalfundi þá hefur stjórn ákveðið að virkja ákvæði í lögum félagsins og setja á framkvæmdargjald.

En það er gerst í fyrsta skipti síðan 1997.

Við vonum að þið sjáið ykkur fært um að greiða þetta valfrjálsa gjald. Það mun skipa okkur miklu máli.

Krafan ætti að sjást fljótlega undir ógreiddum reikningum í heimabanka félagsmann.

Með fyrirfram þökk!

Hér fyrir neðan er smá lýsing úr fundargerð aðalfundarins.

GOS hefur ákveðið að setja á framkvæmdargjald en það er valfrjálst og verður sent í heimabanka félagsmanna.

Nýkjörinn formaður GOS Páll Sveinsson kynnti gjaldið og notaði í leiðinni tækifærið og kynnti sig fyrir fundargestum.

Stjórn klúbbsins ákvað að senda út framkvæmdagjald á nýju ári en það var síðast gert árið 1997.

Heimild er til að senda út slíkt gjald skv lögum klúbbsins. Gjaldið verður sent út sem valkrafa í banka til félagsmanna, þar sem mikill kostnaður er framundan við breytingar á vellinum og byggingu nýs húsnæðis.