Það má með sanni segja að árið 2020 hafi verið mjög gott, mikið líf og frekar skrautlegt ( Covid19).Ekki var haldin aðalfundur hjá klúbbnum þetta árið en hann verður haldin fljótlega á nýju ári.Ákveðin met voru slegin í ýmsum liðum.Nýtt met var sett í aðsókn á vellinum í sumar. Á tímabilinu 1. maí – 1. nóvember 2020 voru bókaðir 23.186 rástímar2019 voru bókaðir 14.086 rástímar64 % aukning á skráðum hringjum milli áraFlesta hringi í sumar lék Þorkell Ingi Sigurðsson 166 hringi, Arnór Ingi Gíslason félagi Þorkels spilaði aðeins færri hringi eða 157 hringi. Glæsilegt hjá þeim.Mjög góð þátttaka var í mótum ársins en aðeins færri mót voru en síðustu ár, 946 keppendur skráðu sig í mót sumarsins og þökkum við fyrir þátttökuna.Methagnaður var á rekstri klúbbsins.Rekstrartekjur klúbbsins námu rétt rúmlega 84 milljónir kr. og hækkuðu um tæplega 14 milljónir kr. milli ára. Hagnaður fyrir afskriftir og gjöld voru tæplega 15 milljónir.Fækkun var í félagaskrá GOS þetta árið, en ákveðið var að endurnýja ekki samning við Íslandsbanka ( GOSÍ) þetta árið og þökkum við þeim fyrir samstarfið. En það munaði mjög litlu að við næðum þessum fjölda inn á þessu ári en mjög líflegt nýliðastarf var í sumar og aldrei fleiri nýliðar skráðu sig í GOS og mættu á nýliðaræfingar hjá Hlyni og Gylfa í sumar. En þeir kenndu rúmlega 110 nýliðum í ár fyrstu skrefin í golfinu.En eins og fyrsta setningin segir þá var sumarið mjög líflegt, mikið að gera á vellinum, veitingasölu og framkvæmdir á fullu. Það er von okkar að opna inn á nýju 10. holu í júní og ef 1. og 18. hola koma vel undan vetri þá átti að vera hægt að opna þær í lok sumar. En sjá um til með það.Hægt er að lesa meira um starfið í Árskýrslu GOS hér https://issuu.com/gosgolf/docs/_rssk_rsla_gos_2020_issuu