Félagsgjöld GOS 2021
Félagsmenn ganga frá skráningu og greiðslu á félagsgjöldum GOS inn á gosgolf.felog.is
- Félagsmenn sem ganga frá greiðslu fyrir 15. janúar 2021 fá 5% afslátt af gjöldunum ( þarf ekki að hafa klárað að greiða allt)
- Þeir félagsmenn sem ekki eru búnir að skrá sig og ganga frá greiðslu 15. febrúar fá kröfu í heimabanka. ( Félagsgjaldið skipt niður í fjóra hluta)
- Þeir sem ekki hafa greitt eða skráð greiðslu fyrir 1.apríl ( þarf ekki að hafa klárað að greiða allt) eru taldir ekki ætla vera í klúbbnum og hafa ekki aðgang að Golfbox.
- Greiðsla hjónagjalds er með þeim hætti að annar aðilinn skráir sig inn með rafrænum skilríkjum og greiðir fullt gjald. Síðan skráir hinn sig inn á sínum skilríkjum og þá kemur afslátturinn ( 20%) inn af því gjaldi.
- Athugið að öll félagsgjöld eru greidd í gegnum greiðslukerfi Nóra ( Greiðslumiðlun)
Ef svo ólíklega vill til að félagsmenn ætla ekki að vera með í ár, vinsamlega skráið ykkur úr félaginu með því að senda tölvupóst á gosgolf@gosgolf.is
Árgjöldin eru sem hér segir:
Full aðild, einstaklingar 31 – 66 ára | kr. 65.500,- | |||
Full aðild, einstaklingar 19 – 30 ára | kr. 42.500,- | |||
Hjónagjald | 20 % afsláttur | á seinna greiddu gjaldi | ||
Fjölskyldugjald | kr. 119.500,- | Hjón með börn 18 ára og yngri | ||
Börn og unglingar 18 ára og yngri | kr. 19.900,- | |||
Einstaklingar 67 ára og eldri | kr. 49.900,- | |||
Aukaaðild | kr. 42.500,- | |||
Nýliðagjald ( hefur ekki áður verið í klúbbi) | kr. 41.500,- | |||
2. árs gjald | kr. 48.900,- | Fyrir nýliða 2020 | ||
Nemar og öryrkjar | kr. 42.500,- | Þeir sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍN |
Leiðbeiningar:

Félagsmenn skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á slóðinni https://gosgolf.felog.is
Þegar félagsmaður hefur skráð sig inn kemur val um námskeið í boði aftan við nafn þess sem skráir sig inn. Valið er námskeið og er þaðan komið inn á greiðslusíðu þar sem hægt er að velja um mismunandi greiðsluleiðir. Áfram verður boðið upp á það greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 8 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort.
Veittur er 5% afsláttur af árgjöldum ef greitt er fyrir 15. janúar 2021.
Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á félagavefnum og hvetjum við félagsmenn til að skoða sínar upplýsingar og uppfæra ef þörf krefur. Einnig er hægt að fara inn á félagavef í gegnum flipann félagsgjöld.. efst til hægri á vefsíðu klúbbsins.
Greiðsluleiðir
- Allt að 10 skipti á greiðslukorti
- Allt að 8 kröfur í heimabanka ( Kröfurnar birtast með nafni Greiðslumiðlunar í heimabanka)
Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar í myndaformi. Byrjað er að fara inn á gosgolf.felog.is og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
1.

2.

Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 10:00-16:00, sími á skrifstofu er 482-3335 eða 893-1650.
hlynur@gosgolf.is og gosgolf@gosgolf.is
Golfklúbbur Selfoss 50 ára 2021