Eldri kylfinganefnd GOS 2017.

Starf eldri kylfinga mun vera með svipuðu sniði og árið 2016 og nær til karla 55 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri.

 

Spilað verður á föstudögum frá kl. 17.00 og leiknar verða 9 holur. Þeir sem vilja leika 18 holur geta leikið 9 holur fyrir eða í framhaldi af þeim tíma.

 

Holukeppni verður í júní (nánar auglýst síðar).  Verðlaun verða veitt fyrir sigur og fer afhending fram strax að lokinni keppni. Rástímar verða lagaðir að þörfum keppenda.

 

Sveitakeppni karla verður í Sandgerði og kvenna í Vestmanneyjum dagana 18.-20. ágúst.

 

Hin árlega keppni við Golfklúbb Flúða verður 27. ágúst á Selsvelli.

 

Stefnt verður að hópferðum á aðra velli.

 

Um val í sveitir fer eftir reglugerð GOS þar að lútandi sem sjá má á heimasíðu GOS.

 

Allir viðburðir verða auglýstir á fésbókarsíðu Eldri kylfingar GOS.

 

Nefndina skipa:

 

Bárður Guðmundarson

 

Samúel Smári Hreggviðsson

 

Már Hinriksson