Bjarki Már sigraði GOS – Landsbanka mótið

Hinu árlega GOS – Landsbanka móti er lokið. Keppt var í höggleik án forgjafar sem og punktakeppni einstaklinga.

Einstaklega mikill vindur einkenndi fyrstu 9 holurnar. Það var ekki fyrr en á 10. holu sem það fór að lægja.

Að þessu sinni urðu úrslitin:

Punktakeppni
1. Bjarki Már Magnússon – GOS
2. Vilhjálmur Pálsson – GOS
3. Hallur Kristjánsson – GOS

Höggleikur án forgjafar

1. Rafn Jóhannesson – LBÍ
2. Jóhannes Snæland Jónsson – LBÍ
3. Pétur Bjarni Guðmundsson – LBÍ

GOS óskar sigurvegurum innilega til hamingju og jafnframt þakkar starfsmönnum Landsbankans fyrir frábært mót!