Páll Sveinsson afhendir Ástu Háttvísisbikar GSÍ og GOS 2022

Háttvísibikar GOS 2021

Háttvísibikar GOS er gjöf frá GSÍ í tilefni 40 ára afmæli klúbbsins árið 2011. Árlega veitir Golfklúbbur Selfoss einum félagsmanni verðlaunin en sá sem þau hlýtur þarf að búa yfir eftirtöldum eiginleikum að hluta til eða öllu leiti:

  • Heiðarleiki á velli
  • Góð ástundun
  • Er sér og klúbbnum til mikils sóma innan og utan vallar
  • Er með framkomu sinni fyrirmynd annara
  • Sinnir gjarnan sjálfboðavinnu fyrir klúbbinn
  • Tekur virkan þátt í innra starfi klúbbsins
  • Er góður félagi á velli og tekur virkan þátt í mótahaldi
  • Er annt um völlinn og ásýnd hans og sýnir fyrirmyndar umgengni

Háttvísibikar GOS í ár hlýtur fyrrum formaðurinn og kjarnorkukonan Ástfríður M. Sigurðardóttir. Ásta hefur verið félagsmaður til fjölda ára eða allt frá því að hún fluttist búferlum á Selfoss. Hún tók við stöðu formanns klúbbsins árið 2014 og gegndi því embætti af óeigingirni, með dugnaði og af æðruleysi. Hún gegndi formennskunni fyrst kvenna, hún er jafnframt eina konan sem hefur gegnt því embætti í GOS. Hún hefur verið gríðarlega virk í innra starfi klúbbsins, stundað mótahald grimmt og sýnt fyrirmyndar framkomu og jákvæð samskipti í hvívetna. Eftir að hafa látið af embætti formanns hefur Ásta haldið áfram að sinna sjálfboðaliðastörfum og starfar áfram í stjórn GOS, þar sem hún lætur verulega að sér kveða. Ásta er með kraftmestu og jákvæðustu félagsmönnum klúbbsins, hún hrífur félagsmenn með sér og er þess sannarlega verðug að hljóta háttvísibikar Golfklúbbs Selfoss árið 2021.