Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss 2018

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss var haldin í gær og fór fundurinn fram í Golfskálanum á Svarfhólsvelli.

Fundarstörf voru með hefðbundum hætti að flestu leiti en reynt var að hafa aðalfundin eins stuttan og hægt var til að koma á stað félagsfundinum sem fór fram strax á eftir aðafundi. En þar kynnti Edwin Roald teikningar og framtíðarsýn GOS.

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið sem leið og framkvæmdarstjóri kynnti ársreikning GOS.

Hagnaður af starfsárinu fyrir afskriftir voru 1.174.615,-

Í lok starfsárs er fjárhagsleg staða klúbbsins sterk en eitt af lykilverkefnum ársins var að greiða niður skuldir og er klúbburinn skuldlaus í dag.

Árgjöld GOS fyrir árið 2019 voru samþykkt en lögð voru til ca 2,5% hækkun.

Árgjöld og afsláttarkjör hjá Golfklúbbi Selfoss, samþykkt á aðalfundi 13.12.2018
Full aðild, einstaklingar 31 – 66 ára kr. 62.900,-
Full aðild, einstaklingar 19 – 30 ára kr. 40.900,-
Premium aðild * kr. 99.900,-
Hjónagjald kr. 99.900,-
Fjölskyldugjald kr. 115.900,-Hjón með börn 18 ára og yngri
Börn og unglingar 18 ára og yngri kr. 18.900,-
Einstaklingar 67 ára og eldri kr. 47.900,-
Aukaaðild kr. 40.900,-
Nýliðagjald ( hefur ekki áður verið í klúbbi) kr. 39.900,-Innifalið er 10 vikna golfkennsla
2. árs gjald kr. 46.900,-Fyrir nýliða 2018
Nemar og öryrkjar kr. 40.900,-Þeir sem eru í námi lánshæfu samkvæmt LÍN
* Innifalið í pakkanum: Árgjald, 15 tímar í golfhermi GOS og Gull boltakort á æfingasvæðið ( 1500 boltar)
Aðgangur að inniaðstöðu GOS er innifalinn í árgjöldum.
Veittur er 5% afsláttur af árgjöldum ef greitt er fyrir 15. janúar 2019.

 

Kynntar voru breytingar sem verða í innheimtu gjalda á komandi starfsári. Golfklúbbur Selfoss mun nú taka upp notkun á Nóra félagakerfi við skráningu félagsmanna og innheimtu gjalda, notast hefur verið við kerfið í skráningum og greiðslum barna og unglinga undanfarin ár með góðum árangri.

Félagsmenn skrá sig á síðuna https://gosgolf.felog.is/  til að ganga frá félagagjöldum.

Stjórn GOS á tímabilinu skipuðu:

Ástfríður Sigurðardóttir formaður, Helena Guðmundsdóttir gjaldkeri, Svanur Bjarnason ritari, Halldór Morthens, Páll Sveinsson, Bjarki Már Magnússon og Vignir Egill Vigfússon meðstjórnendur.

Félagafjöldi GOS er 502 og er það mesti fjöldi sem verið hefur í klúbbnum frá stofnun hans. Þar af eru 183 í gegnum samning við golfklúbb Íslandsbanka (GOSÍ). Nýir meðlimir voru 74 en 47 hættu á milli ára og hafa þeir sem hafa hætt iðkun hjá GOS sjaldan verið færri á síðustu árum.

Inniaðstaða var opnuð á haustmánuðum 2017 og var vel nýtt að vanda til leiks og æfinga af fjölbreytilegum hópi iðkenda. Nýting á hermi var ágæt en  mætti þó efla enn frekar enda nokkuð dýr búnaður. Nú hefur búnaðurinn verið uppfærður enn frekar og ýmsar breytingar til bóta verið gerðar á inniaðstöðu. Stjórnin hvetur alla til að notfæra sér alla þá kosti sem slíkur golfhermir býður uppá til leiks og ekki síður æfinga.

Púttmót og fleiri uppákomur voru vel sóttar og til mikillar eflingar á félagsstarfi klúbbsins. Félag eldri borgara á Selfossi hefur einnig nýtt aðstöðuna til vikulegra æfinga og verður vonandi framhald á því samstarfi.

Í maí var ein stærsta stund í sögu Golfklúbbs Selfoss þegar undirritaður var samningur við Sveitarfélagið Árborg sem tryggir GOS aðsetur á Svarfhólsvelli til langs tíma og gerir slíkt allan rekstur, áætlanagerð og framkvæmdir mun auðveldari. Golfklúbburinn kann Sveitarfélaginu miklar þakkir fyrir þetta stórhuga framfaraskref ásamt því að tryggja klúbbnum bætur fyrir það land sem við munum afhenda Vegagerðinni, skv. samningi, í september 2022.

Meðal helstu verkefna stjórnar á árinu fyrir utan rekstur klúbbsins og vallarmannvirkja var aðkoma að gerð samnings við Vegagerðina vegna lagningu nýrrar brúar yfir Ölfusá og þær eignarnámsbætur sem af því hljótast. Við samningagerðina naut klúbburinn aðstoðar Óskars Sigurðssonar lögmanns og stuðnings Edwin Roald golfvallahönnuðar. Við þökkum þeim fyrir þeirra framlag í þessu starfi.

Um leið og lokið var við samning við Vegagerðina hófust framkvæmdir við þrjár nýjar brautir af fullum krafti og samtímis var gerður samningur við Sveitarfélagið um móttöku á jarðvegsefnum vegna margvíslegra framkvæmda á þeirra vegum. Það hefur ekki farið framhjá neinum sem kemur inná svæði GOS að efnið nýtist vel í mótun brauta sem og mana í kringum nýtt en þó tímabundið æfingasvæði. Farið var í flutning á æfingasvæði á haustmánuðum og bráðabirgðaskýli reist af dugmiklum starfsmönnum með góðri aðstoð félagsmanna. Það er von stjórnar að félagsmenn mun ekki liggja á liði sínu í sjálfboðastarfi í þeirri miklu uppbyggingu og breytingum sem hafnar eru hjá okkur.

Á starfsárinu voru fjárfestingar í nýjum búnaði og tækjum ekki ýkja miklar en keypt var ný kerra og notaður sturtuvagn.

Veðurfarslega var sumarið okkur ekki sérlega hagstætt framan af vori og sumri og því krefjandi aðstæður fyrir vallarstarfsmenn að koma vellinum í gott horf. Þeir stóðu sig frábærlega í því verkefni eins og endranær. Á árinu voru leiknir alls 10.170 hringir samanborið við 11.565 hringi árið áður. Það má teljast nokkuð gott miðað við veðurfar og skýrist einna helst af því hve vel kylfingar stunduðu völlinn seinni hluta sumars. Félagsmenn áttu 4321 hringi og gestir 5019. Leiknir hringir í mótum hjá klúbbnum voru 830.

Að lokum þakkar stjórn GOS öllum kylfingum fyrir ánægjulegt samstarf og samveru á liðnu golftímabili, framkvæmdastjóra fyrir hans störf sem og öðrum starfsmönnum og öllum nefndarmönnum fyrir þeirra framlag til starfsins.

Ársskýrsla GOS 2018

Golfklúbbur Selfoss. Ársreikningur 1. nóv. 2017 – 31. okt. 2018. með sundurliðunum

Stjórn GOS 2019
Páll Sveinsson, Bjarki Már Magnússon, Svanur Geir Bjarnason , Vignir Egill Vigfússon , Ástfríður Sigurðsdóttir, Helena Guðmundsdóttir og Halldór Mothens

 

Fundargerð

Haldinn að Svarfhóli fimmtudaginn 13. desember 2018

 1. Fundur settur kl 18:00 af formanni klúbbsins Ástfríði M. Sigurðardóttur.

 

 1. Fundarstjóri kosinn Jón Gíslason.

 

 1. Fundarritari kosinn Helena Guðmundsdóttir.

 

 1. Skýrsla stjórnar kynnt. Formaður GOS, Ástfríður M. Sigurðardóttir, vísaði til skýrslu þar sem uppúr standa tveir merkir viðburðir á árinu. Í fyrsta lagi tímamótaviðburð í sögu klúbbsins sem var undirritun langtímasamnings við Sveitarfélagið Árborg um framtíðar aðsetur Golfklúbbs Selfoss á Svarfhólsvelli og svo í öðru lagi samning sem var undirritaður við Vegagerð ríkisins vegna lagningu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Að öðru leyti vísaði hún í skýrslu stjórnar þar sem fundur átti að vera stuttur vegna félagafundar í framhaldi af aðalfundi sem leiddur yrði af Edwin Roald golfvallahönnuði.

 

 1. Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri lagði fram ársreikning golfklúbbsins og fór yfir skýringar og sundurliðanir hans.
 • Rekstrartekjur urðu kr. 69.234.765,-
 • Rekstrargjöld urðu kr. 68.060.150,-
 • Fjarmagnstekjur/gjöld urðu kr. -1.507.533,-
 • Hagnaður fyrir afskriftir varð 1.174.615,-
 • Tap ársins eftir afskriftir og fjármagnsliði varð kr. 5.522.379,-
 • Eignir eru kr. 48.902.044,-
 • Langtímaskuldir eru kr. 0,-
 • Skammtímaskuldir eru kr. 32.133.658,-
 • Eigið fé er kr. 16.768.386,-
 • Eigið fé og skuldir kr. 48.902.044,-

 

 1. Umræður um skýrslu og reikninga stjórnar.
 • Allir ánægðir með skýrslu stjórnar.
 • Engar athugasemdir við reikninga.
 • Skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar voru samþykktir samhljóða.

 

 1. Skýrslur nefnda:
 • Mótanefnd: vísað til skýrslu.
 • Vallarnefnd: vísað til skýrslu.
 • Eldri kylfinganefnd: vísað til skýrslu.
 • Kvennanefnd: vísað til skýrslu.
 • Aganefnd: vísað til skýrslu.
 • Forgjafarnefnd: vísað til skýrslu.
 • Afreksnefnd: vísað var til skýrslu.
 • Félaganefnd: vísað til skýrslu.
 • Barna og unglinganefnd: vísað til skýrslu.

 

 1. Umræður um skýrslur nefnda: Skýrslur nefnda voru samþykktar samhljóða og enginn tók til máls.

 

 1. Kosning stjórnar:

Formaður:                          Ástfríður M. Sigurðardóttir                      til eins árs.

Gjaldkeri:                           Helena Guðmundsdóttir

Ritari:                                   Svanur Geir Bjarnason                               til 2ja ára

Meðstjórnandi:               Halldór Morthens

Meðstjórnandi:               Páll Sveinsson                                               til 2ja ára

Meðstjórnandi:               Vignir Egill Vigfússon

Meðstjórnandi:               Bjarki Már Magnússon

 

 1. Kosningar nefnda:
 • Mótanefnd:

Guðmundur Bergsson, formaður

Pawel Renötuson

Sigurður Júlíusson

Hlynur Ingvarsson

Yngvi Marinó Gunnarsson

 

 • Barna & unglinga- nefnd:

Páll Sveinsson, formaður

Kristín Gunnarsdóttir

Guðrún María Sæmundsdóttir

Heiða Sólveig Haraldsdóttir

 

 • Forgjafarnefnd:

Ágúst Magnússon, formaður

Hlynur Geir Hjartarson

 

 • Aganefnd:

Svanur Geir Bjarnason, formaður

Jón Gíslason

Bárður Guðmundarson

 

 • Vallarnefnd:

Halldór Ágústsson Morthens, formaður

Svanur Geir Bjarnason

Bjarki Þór Guðmundsson

Gunnar Marel Einarsson

 

 • Eldri kylfinganefnd:

Magnús J Magnússon, formaður

Bárður Guðmundarson

Samúel Smári Hreggviðsson

 

 • Félaganefnd:

Leifur Viðarsson, formaður

Björn Daði Björnsson

Einar Matthías Kristjánsson

Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson

 

 • Afreksnefnd:

Gylfi Birgir Sigurjónsson, formaður

Gunnar Marel Einarsson

Hlynur Geir Hjartarson

 

 • Kvennanefnd:

Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, formaður

Elísabet Hólm Júlíusdóttir

Þóra Sumarlín Jónsdóttir

Kristjana Hrund Bárðardóttir

Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir

Rósa Guðbjörg Svavarsdóttir

Elsa Backman

 

 1. Félagsgjöld ársins 2019. Hlynur Geir Hjartarson lagði fram tillögu að árgjöldum næsta árs og skýrði hækkanir á milli ára. Kynnti hann nýtt gjald sem verður tekið upp á nýju ári sem nefnist Premium aðild. Premium aðild felur í sér árgjald í klúbbnum, 15 tíma í golfhermi GOS og Gull-boltakort á æfingasvæðið. Hann kynnti einnig nýja leið í innheimtu félagsgjalda. Félagsmaður fer inná gosgolf.is og smellir á flipann „félagsgjöld“ þar sem hann/hún skráir sig inn með íslykli. Þar inni er svo greiðslutilhögun valin af greiðanda. Þessi leið flýtir fyrir allri innheimtu og auðveldar allt umfang. Tillaga var samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun ársins 2019.

Hlynur Geir Hjartarson skýrði áætlunina.

 • Rekstrartekjur eru áætlaðar kr.70.070.000,-
 • Rekstrargjöld eru áætluð kr. 62.460.000,-
 • Hagnaður af frádregnum fjármagnsliðum er áætlaður 1.260.000,-

Engar spurningar voru frá fundargestum varðandi áætlun. Að lokinni umræðu var tillagan samþykkt samhljóða.

 

 1. Önnur mál:

Viðurkenningar voru veittar af Ástfríði Sigurðardóttur, Vigni Agli Vigfússyni og Bjarka Má Magnússyni.

 • Háttvísibikarinn hlýtur Guðmundur Bergsson.
 • Verðlaun fyrir mestu lækkun forgjafar hlýtur Aron Emil Gunnarsson.
 • Efnilegasti unglingurinn var kosinn Sverrir Óli Bergsson.
 • Golfkona ársins er Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
 • Golfkarl ársins Pétur Sigurdór Pálsson.

 

Fundi var slitið kl 18:50. Í framhaldi aðalfundar var félagafundur þar sem Edwin Roald golfvallahönnuður kynnti breytingar og stækkun á Svarfhólsvelli á komandi árum. 50 manns mættir.