Aðalfundur – Félagafundur fimmtudaginn 13.desember

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss verður haldinn fimmtudaginn 13. desember kl 18:00, fundurinn fer fram í Golfskálanum á Svarfhólsvelli.

Ákveðið hefur verið að ársreikningur verði að þessu sinni eingöngu gefin út í rafrænu formi og hefur hann verið birtur á vefsíðu klúbbsins  og geta félagsmenn því verið búnir að kynna sér ársreikning og ársskýrslu áður en fundurinn hefst á fimmtudaginn.

Í skýrslunni kemur fram t.d tillaga að stjórn og nefndum GOS fyrir árið 2019, svo félagsmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að vera “plataðir” í nefndir.

Stefnt er á því að hafa aðalfundin í styttra laginu svo við höfum nægan tíma fyrir félagafund með Edwin Roald golfvallarhönnuð.

En Edwin mun fara yfir teikningar, framkvæmdir o.fl.

Hvenær verður Svarfhólsvöllur 18 holur?

Hvenær geta kylfingar byrjað að spila á nýjum brautum?

Hvaða brautir er verið að vinna í núna?

Verður völlurinn 9 holur næsta sumar?

Eru einhverjar breytingar á “gamla” vellinum?

Afhverju er verið að koma með svona mikin jarðveg á svæðið?

Allar þessar spurningar o.fl verður svarað á félagafundinum.

Félagsmenn GOS eru hvattir til að mæta, fyllum salinn… þetta verður mjög áhugavert.

Ársskýrsla GOS 2018

Golfklúbbur Selfoss. Ársreikningur 1. nóv. 2017 – 31. okt. 2018. með sundurliðunum