Aðalfundur 2021
Ágæti félagi.

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss, kt. 681174-0369 fyrir árið 2021 verður haldinn fimmtudaginn 9. desember 2021 og hefst hann kl. 19:30. Fundurinn verður haldinn í golfskálanum við Svarfhólsvöll. Fundinum verður streymt í gegnum netið en til þess að hafa atkvæðis- og tillögurétt þurfa félagsmenn að mæta á staðinn.

Ársskýrsla, skýrslur nefnda, tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum, kynning á einstaklingum í framboði til stjórnar og ársreikningur eru aðgengileg inn á www.gosgolf.is/adalfundur-2021/

Vegna gildandi sóttvarnarreglna þurfa félagsmenn að skrá sig til fundar með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu á netfangið hlynur@gosgolf.is. Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 16:00 á fundardag. Skráningarskylda er sett fram með fyrirvara um breytingar á sóttvarnarreglugerð.

Dagskrá:

  1. Kosning ritara og fundarstjóra.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
  4. Skýrslur nefnda.
  5. Kosningar skv. 4 og 6. kafla samþykkta.
  6. Lagabreytingar
  7. Félagsgjöld
  8. Fjárhagsáætlun næsta árs afgreidd.
  9. Önnur mál:
  • Viðurkenningar

Stjórn GOS þakkar öllum félagsmönnum gott samstarf á liðnu golfári.

Stjórn GOS.

 

Breytingartillögur á samþykktum GOS

LÖG-fyrir-Golfklúbb-Selfoss-12.12.19

Fundarboð aðalfundar 2021

Tillaga að árgjöldum 2022

Tillaga að nefndum 2022

Golfklúbbur Selfoss. Ársreikningur 1. nóv. 2020 – 31. okt. 2021. Sundurliðanir.

Golfklúbbur Selfoss. Ársreikningur 1. nóv. 2020 – 31. okt. 2021.Rekstraráætlun 2022

Ársskýrsla GOS 2021

Ölfusárbrú-kynning-hjá-GOS-09.12.2021