Aðalfundur 2021

Fundarboð

Aðalfundur

Selfossi, 16. febrúar 2021

Ágæti félagi.

Aðalfundur Golfklúbbs Selfoss fyrir árið 2020 verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2021 og hefst hann kl. 20:00. Í ljósi aðstæðna hefur stjórn klúbbsins ákveðið að halda fundinn rafrænan að þessu sinni og fer hann fram í gegnum Zoom. Nánari leiðbeiningar um Zoom og fyrirkomulag kosninga verða sendar á félagsmenn fyrir fund. Verði samkomutakmarkanir rýmkaðar fyrir 25. febrúar áskilur stjórn sér rétt til að breyta fyrirkomulagi fundarins.       

Félagsmenn þurfa að skrá sig til fundar með því að senda tölvupóst með nafni og kennitölu á hlynur@gosgolf.is – skráningar þurfa að berast fyrir kl. 18:00 á fundardag.

Ársskýrsla, skýrslur nefnda, kynning á einstaklingum í framboði til stjórnar og ársreikningur eru aðgengileg inn á gosgolf.is/adalfundur-2021/

Dagskrá:

1. Kosning ritara og fundarstjóra.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Skýrslur nefnda.

5. Lagabreytingar

6. Kosningar skv. 4 og 6. kafla samþykkta.

7. Fjárhagsáætlun næsta árs afgreidd.

8. Önnur mál:
-Viðurkenningar

Stjórn GOS þakkar öllum félagsmönnum gott samstarf á liðnu golfári. Sent verður út fundarboð með tölvupósti þegar nær dregur fundi til allra þeirra sem skrá sig.

Stjórn GOS.