Siðareglur

Siðareglur og óskrifaðar reglur í golfi.

 • Bera virðingu fyrir meðspilara og golfvellinum.
 • Skilja við golfvöllinn eins fallegum og þú komst að honum.
 • Taka upp  drasl.
 • Haga sér eins og dama eða herramaður á vellinum ekki hlaupa eða öskra.
 • Raka glompur eftir að þú ferð frá þeim.
 • Laga kylfuför.
 • Laga boltaför á flötum.
 • Skilja golfpoka frá gríni á þeim stað sem er næst næsta teig.
 • Taka ekki æfingarhögg á teig svo það komi ekki kylfufar í teiginn.
 • Standið ávallt á þeim stað sem þið truflið ekki meðspilara.
 • Standið ávallt andspænis meðspilara þegar hann slær aldrei fyrir aftan viðkomandi.
 • Aldrei að hreyfa sig þegar annar er að fara slá golfhögg.
 • Á flöt, aldrei ganga á púttlínu meðspilarana.
 • Standið aldrei fyrir aftan púttlínu meðspilara þegar viðkomandi púttar.
 • Takið alltaf kúluna upp úr holunni með höndunum ekki með kylfu.
 • Leikmaður sem er með lægsta skor á holunni á heiðurinn að slá fyrstur á næsta teig.
 • Leikmaður sem á kúluna sem er lengst frá holunni slær fyrstur.
 • Á flöt, leikmaður sem á kúluna sem er næst holu heldur við flaggið.
 • Leikmaður sem er fyrstur til að klára holuna sér um að setja flaggið í holuna þegar allir eru búnir.
 • Haldið ykkur á flötinni þangað til að allir eru búnir að klára holuna.
 • Skrifið á skorkortið á næsta teig.
 • Hægt spil skal forðast. Haldið við hollið á undan ykkur. Ef heil braut myndast á milli hleypið þá framúr.
 • Takið ekki engur en 13 mínútur að klára hverja holu.
 • Kallið hátt “FORE!” ef kúlan stefnir í átt að einhverjum öðrum.
 • Þegar þú heyrir “FORE!” snúðu bak í kúluna og beygðu þig niður með höfuð milli fóta.
 • Takið bara æfingasveiflu þegar aðrir eru fjarri.
 • Ef þú heyrir eða sér eldingu, farið af vellinum strax.